Fréttir & tilkynningar

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Guðmundur Oddsson, formaður GKG og Gunnar Einarsson, bæj…

Samningur um Íþróttamiðstöð GKG

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs, Guðmundur Oddsson formaður GKG og Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar undirrituðu samning um byggingu Íþróttamiðstöðvar GKG í dag. Undirritunin fór fram í bæjarstjórnarsal Kópavogs. Framkvæmdir við Íþróttamiðstöðina hefjast í febrúar og eru áætluð verklok í mars 2016.
Tillaga ASK arkitekta að Hamrabrekku gerir ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis þar.

Samráðsfundur um Auðbrekku

Fimmtudaginn 29. janúar efnir Kópavogsbær til samráðsfundar um Nýja Auðbrekku með íbúum, húsnæðiseigendum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Kynntar verða hugmyndir ASK arkitekta en þeir voru hlutskarpastir í hugmyndasamkeppni um skipulag athafnasvæðisins við Nýbýlaveg og Auðbrekku. Skoða má ýmis gögn um Auðbrekku og tillögu ASK á slóðinni www.kopavogur.is/audbrekka.
Guðmundur Ólason, Unnur Hlíf Rúnarsdóttir og Ada Kozika verðlaunahafar í ljóðakeppni grunnskóla Kóp…

Nemendur verðlaunaðir á ljóðahátíð

Unnur Hlíf Rúnarsdóttir, nemandi Vatnsendaskóla, fékk fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs, fyrir tvö ljóð, Framtíðina og Auðlindir alheimsins. Verðlaun voru afhent við hátíðlega athöfn á ljóðahátíð Salnum í dag. Hátíðin markaði jafnframt upphaf Daga ljóðsins sem standa yfir í Kópavogi fram yfir helgi. Á ljóðahátíðinni var upplýst að enginn hlyti ljóðstaf Jóns úr Vör að þessu sinni
Inga Lóa Ármannsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Guðrún Lóa Jónsdóttir, Guðrún Viggósdóttir og Ída Atl…

Roðasalir 10 ára

Hjúkrunarheimilið Roðasalir í Kópavogi hélt upp á 10 ára afmæli sitt mánudaginn 19. janúar. Roðasalir eru hjúkrunarheimili fyrir einstaklinga sem glíma við minnisstap á fyrri stigum. Þar búa 10 einstaklingar auk þess sem 20 eru í dagþjálfun í Roðasölum, þá er eitt hvíldarinnlagnarpláss á heimilinu. Í Roðasölum er mikið lagt upp úr heimilislegum anda og hugmyndafræði Donnu Algase um hjúkrun einstaklinga sem glíma við minnissjúkdóma.
Dagar ljóðsins standa yfir til 25. janúar

Dagar ljóðsins í Kópavogi

Dagar ljóðsins í Kópavogi hefjast með ljóðahátíð Jóns úr Vör í Salnum, miðvikudaginn 21. janúar, kl. 17.00. Allir eru velkomnir á ljóðahátíðina en þar verða veitt verðlaun í ljóðasamkeppni Kópavogsbæjar. Dagar ljóðsins standa yfir til 25. janúar en á þeim tíma mega Kópavogsbúar eiga von á því að rekast á ljóð á hinum ólíklegustu stöðum, til dæmis í sundi, í strætó, á vefsíðum, við verslunarkjarna á Nýbýlavegi eða í Smáralind.
Justin Timerlake hélt tónleika í Kórnum

Íbúar ánægðir með Timberlake

90% íbúa í Kórahverfi í Kópavogi voru ánægðir með skipulag í kringum tónleikana með Justin Timberlake sem haldnir voru í Kórnum í Kórahverfi í ágúst síðastliðnum. 5,5% voru hlutlausir í afstöðu sinni og einungis 4,5% óánægðir. Þetta kemur fram í þjónustukönnun sem Capacent gerði fyrir Kópavogsbæ 2014. Íbúar í Kópavogi voru almennt mjög ánægði með skipulagningu tónleikanna, samkvæmt könnuninni. Með skipulagi tónleikanna er átt við stýringu umferðar, öryggi fótgangenda, lokun gatna og fleira.
Glaðheimar í Kópavogi.

Nýtt hverfi rís í Kópavogi

Nýtt hverfi, Glaðheimar, rís í Kópavogi á næstu árum. Hverfið mun rísa í nokkrum áföngum og hafa lóðir í fyrsta hlutanum, austurhlutanum verið auglýstar til umsóknar. Í Glaðheimum munu rísa tæplega 300 íbúðir í fjölbýli þegar svæðið er fullbyggt. Þetta nýja hverfi rís við hlið gróinna hverfa í Kópavogi, við Lindahverfi, austan Reykjanesbrautar og Smárahverfis. Það hefur því þá sérstöðu á meðal nýbyggingahverfa að öll þjónusta er til staðar fyrir framtíðar íbúa hverfisins.
Starfsmennirnir heiðraðir

Níu heiðruð fyrir starf í 25 ár hjá bænum

Níu úr úr starfsliði Kópavogsbæjar áttu 25 ára starfsaldursafmæli á síðasta ári og voru af því tilefni heiðruð við hátíðlega athöfn í bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar. Bæjarstjóri, Ármann Kr. Ólafsson, flutti ávarp og þakkaði þeim farsæl störf hjá bænum. Þá afhenti bæjarstjóri þeim úr með áletruðum upphafsstöfum.
Norma Dögg Róbertsdóttir íþróttakona Kópavogs 2014 og Birgir Leifur Hafþórsson íþróttakarl Kópavogs…

Íþróttakona og íþróttakarl Kópavogs 2014

Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og Norma Dögg Róbertsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2014. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Reiðhöll Spretts 8. janúar. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá Kópavogsbæ.