Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.
Menntasvið Kópavogs fékk nýverkið heimsókn frá fulltrúum Mennta- og barnamálaráðuneytisins sem kynntu sér verkefnið Velkomin- Mennt er máttur þegar þú ert sáttur sem fékk styrk frá ráðuneytinu síðastliðið ár.
Vegna veðuraðstæðna og mikillar frostatíðar eru bæjarbúar beðnir um að passa upp á að sorptunnur séu aðgengilegar. Nokkuð hefur verið um að hurðar á sorpgeymslum séu frosnar fastar eða ekki mokað frá sorpskýlum og -geymslum sem getur tafið sorphirðuna.
Haldinn verður kynningarfundur vegna fyrstu lotu Borgarlínu, sem liggur milli Ártúnshöfða og Hamraborgar, miðvikudaginn 15.janúar kl. 17.00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum, Hábraut 1a.
Settir verða upp gámar á fimm stöðum í Kópavogi fyrir flugeldarusl, líkt og áður. Á sömu stöðum verða settir upp gámar eingöngu fyrir jólatré. Gámarnir verða aðgengilegir frá 30.desember til og með 10.janúar.
Bærinn okkar lýsir nú upp skammdegið með jólaskreytingum vítt og breitt um bæinn. Aðventan er tími samveru með fjölskyldu og vinum. Aðventan er einnig sá tími sem við nýtum til þess að líta um öxl og fara yfir árið sem er að líða og setja okkur markmið fyrir næsta ár.