- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Á hverju ári veitir Kópavogsbær auglýsingastyrki vegna fjölmargra verkefna, aðallega innan bæjarfélagsins.
Tilgangurinn er að styðja við góð málefni sem byggja á styrkjum, frjálsum framlögum og sjálfboðastarfi. Ómögulegt er að verða við öllum slíkum beiðnum. Því eru hér birtar reglur til viðmiðunar:
Til skoðunar getur komið að veita auglýsingastyrki með birtingu á merki bæjarins vegna eftirtalinna málefna:
Ef styrktarbeiðnin fellur að styrktarstefnu Kópavogsbæjar vinsamlegast fyllið út umsókn.
Rétt er að undirstrika að ekki er sjálfkrafa hægt að búast við því að auglýsingastyrkir verði veittir.
Öll styrktarerindi eru tekin fyrir og verður svarað með tölvupósti eigi síðar en 2 vikum eftir að erindi berst.
Gerður er skýr greinarmunur á auglýsingum og styrkjum. Nánari upplýsingar um auglýsingar og auglýsingastyrki hjá Kópavogsbæ gefur almannatengil Kópavogsbæjar Sigríður Björg Tómasdóttir í síma 441 0000.
Allar auglýsingabeiðnir eru teknar fyrir og verður svarað eigi síðar en 2 vikum eftir að erindi berst.