Félagsmálaráðuneytið, Kópavogsbær, hugbúnaðarfyrirtækið Kara Connect og UNICEF á Íslandi undirrituðu í dag samstarfssamning um að hefja vinnu við þróun samræmds upplýsingakerfis sem ætlað er að tryggja velferð barna á Íslandi.
Fulltrúar Efnhags- og framfarastofnunarinnar, OECD, og World Council on City Data, WCCD, sækja Kópavog heim 25.-27.júní og kynna sér meðal annars Mælkó, hugbúnað Kópavogsbæjar sem heldur utan um tölfræði sveitarfélagsins og auðveldar úrvinnslu gagna.
Leik- og grunnskólar í Kópavogi munu nýta nýtt húsnæði Kópavogsbæjar og Skógræktarfélags Kópavogs í Guðmundarlundi sem fræðslumiðstöð og aðstöðuna í Guðmundarlundi til útikennslu.