Húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur
Leigjendur á almennum leigumarkaði geta einnig sótt um sérstakan húsnæðisstuðning.
Leigjendur á almennum leigumarkaði geta einnig sótt um sérstakan húsnæðisstuðning.
Leigjendur á almennum leigumarkaði og leigjendur í félagslegum leiguíbúðum geta sótt um húsnæðisbætur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Ný lög um húsnæðisbætur tóku gildi 1. janúar 2018.
Gert hefur verið samkomulag við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun annist afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings fyrir hönd Kópavogsbæjar, frá og með 01. janúar 2019.
Ekki þarf að sækja sérstaklega um sérstakan húsnæðisstuðning heldur munu allir umsækjendur, sem eru með samþykkta umsókn fara sjálfkrafa í útreikning á sérstökum húsnæðisstuðningi. Skilyrði er þó að umsækjendur og aðrir íbúar í sömu íbúð samþykki upplýsingagjöf til sveitarfélags, skv. 28.gr. laga nr 75/2016 um húsnæðisbætur.
Sótt er um húsnæðisbætur á husbot.is
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun reiknar út upphæð sérstaks húsnæðisstuðnings samkvæmt reglum sveitarfélagsins og greiðir út upphæðina með sama hætti og almennu húsnæðisbæturnar.
Nánari upplýsingar er hægt að fá í þjónustuveri Kópavogsbæjar og einnig hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í síma 440 6400.
Spurt og svarað vegna breytinga á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning
Með breytingu á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning sem taka gildi 1. apríl 2020 er ákvæði sem kveður á um að ef hlutfall húsnæðiskostnaður er 20% eða lægra hlutfall af skattskyldum tekjum þá er ekki greiddur frekari stuðningur, þegar því hlutfalli er náð greiðist ekki frekari húsnæðisstuðningur, en greitt er upp að þessu marki.
Markmið þessara breytinga er að beina húsnæðisstuðnings til þeirra sem hafa hæstan húsnæðiskostnað miðað við skattskyldar tekjur og er honum ætlað að lækka húsnæðiskostnað tekju- og eignarminni leigjenda.
Með húsnæðiskostnaði er átt við þann hluta leigufjárhæðar sem greiddur er fyrir leiguafnot. Annar kostnaður s.s. hússjóður, hiti og rafmagn telst því ekki með
Sérstakur húsnæðisstuðningur er reiknaður sem hlutfall af þeim almennu húsnæðisbótum sem greiddar eru úr ríkissjóði. Óskertur sérstakur húsnæðisstuðningur er í dag 90% af upphæð almennra húsnæðisbóta og er greiddur af sveitarfélaginu.
Hámark húsnæðisbóta og húsnæðisstuðnings er samanlagt kr. 90.000 á mánuði.
Sérstakur húsnæðisstuðningur getur einnig skerst vegna einnar eða fleiri af neðangreindum ástæðum:
Með húsnæðiskostnaði er átt við þann hluta leigufjárhæðar sem greiddur er fyrir leiguafnot. Annar kostnaður s.s. hússjóður, hiti og rafmagn er ekki meðtalinn.
Þegar sérstakar aðstæður eiga við er unnt að sækja um undanþágu frá reglum til velferðarsviðs Kópavogs.
Sjá betur 4. gr. reglna Kópavogsbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning
4. gr.
Fjárhæð sérstaks húsnæðisstuðnings
Upphæð sérstaks húsnæðisstuðnings leigutaka á mánuði er ákvörðuð hlutfallslega sem 90% af upphæð almennra húsnæðisbóta leigutaka á mánuði.
Sérstakur húsnæðisstuðningur skerðist ef:
Sérstakur húsnæðisstuðningur getur tekið skerðingu vegna eins eða fleiri ofangreindra skilyrða.
Framangreindar fjárhæðir og hlutföll koma til endurskoðunar árlega í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar Kópavogsbæjar eða samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar.
Með húsnæðiskostnaði í reglum þessum er átt við þann hluta húsnæðiskostnaðar sem greiddur er fyrir leiguafnot af húsnæði sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 75/2016 um húsnæðisbætur.
Undanþágur frá ofangreindum skilyrðum eru afgreiddar samkvæmt 16. gr. reglna þessara.
Þeir sem ekki hafa sótt um almennar húsnæðisbætur þurfa að gera það. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun annast í umboði velferðarsviðs Kópavogs afgreiðslu umsókna um sérstakan húsnæðisstuðning. Umsóknareyðublað er rafrænt inn á www.husbot.is
Skilyrði þess að umsækjandi fái greiddan sérstakan húsnæðisstuðning er að hann fái greiddar húsnæðisbætur á grundvelli laga um húsnæðisbætur nr. 75/2016 og allir íbúar hafi samþykkt upplýsingagjöf til sveitarfélagsins skv. 28. gr. laga nr. 75/2016 um húsnæðisstuðning.
Allar umsóknir um húsnæðisbætur eru metnar með tilliti til þess hvort umsækjandi eigi rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Það þýðir að ef þú átt nú þegar umsókn um almennar húsnæðisbætur og allir íbúar í viðkomandi íbúð hafi samþykkt upplýsingagjöf til sveitarfélagsins og kominn á réttur á sérstökum húsnæðisstuðningi.
Nánari upplýsingar veitir rekstrarstjóri velferðarsviðs í síma 441 0000
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin