- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Stígakerfi Kópavogsbæjar skiptist upp í stofnleiðir, tengileiðir og almenna stíga. Stofnleiðir mynda net samgöngustíga sem eru greiðfærir, vel þjónustaðir á öllum árstíðum, án mikilla hindrana og með forgang fram fyrir hliðarumferð.
Með tilkomu samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem undirritaður var í september 2019 og felur í sér sameiginlega stefnu í uppbyggingu samgönguinnviða til fimmtán ára (2019-2033), verður veitt umtalsverðum fjármunum í framkvæmdir við stofnleiðir fyrir gangandi og hjólandi á höfuðborgarsvæðinu.
Helstu stígar í stígakerfi Kópavogs fá vetrarþjónustu en nánar má lesa um fyrirkomulag vetrarþjónustu á göngu- og hjólastígum hér.
Á kortasjá kópavogs má nálgast yfirlitskort yfir stígakerfið með að smella á samgöngur og á hjólaleiðir.