Vel heppnað útgáfuhóf

Á myndinni eru frá vinstri: Elísabet Sveinsdóttir forseti bæjarstjórnar, Ásdís Kristjánsdóttir bæja…
Á myndinni eru frá vinstri: Elísabet Sveinsdóttir forseti bæjarstjórnar, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, Anna María Bogadóttir arkitekt, Hjördís Ýr Johnson formaður skipulagsráðs og Auður Dagný Kristínsdóttir skipulagsstjóri.

Fjölmennt var í útgáfuhófi Byggðakönnunar Kársness sem haldið var í Salnum í Kópavogi. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri flutti ávarp og fagnaði útgáfunni, en ekki hefur áður verið unnið svo ítarleg byggðakönnun í Kópavogi.

Anna María Bogadóttir arkitekt vann byggðakönnunina í samstarfi við skipulagsdeild Kópavogsbæjar og skipulagsráð.

Í útgáfuhófinu hélt Anna María stutt erindi um byggðina á Kársnesi og rifjaði upp upphafi byggðar á Kársnesi, hvernig ræktarlöndin sem voru þar skipulögð í upphafi urðu að byggingarlóðum og í framhaldi hvernig fjölbreytt byggð reis á Kársnesi sem er enn að þróast.

Byggðakönnunin er liður í vinnu við hverfisáætlun Kársness og hluti af stefnu Kópavogsbæjar um aukin gæði byggðar. Við vinnsluna var leitað fanga í skjalasöfnun og rætt við heimildamenn, en einnig eru fjöldi nýrra mynda í byggðakönnuninni.

Þess má geta að bókin er til sölu í safnbúð Gerðarsafns og til láns í Bókasafni Kópavogs.

Rafræn útgáfa Byggðakönnunar Kársness.