Fréttir

Tilkynningar

Viðburðir

30.06.2024 kl. - Molinn

Orðaskipti

Melkorka Gunborg Briansdóttir, Júlía Gunnarsdóttir og Stefanía Stefánsdóttir Í verkefninu Orðaskipti skapa Stefanía, Júlía og Melkorka fjórar stuttmyndir yfir sumarið. Markmiðið er að kafa ofan í ólíkar tegundir samskipta - með orðum og án þeirra - í ýmsum aðstæðum og milli ólíkra einstaklinga. Sýnigartímar auglýstir síðar.
01.06.2024 kl. - Molinn

Bacterial girls

Í sumar ætlar hópurinn Bacterial Girls að taka bakteríusýni af mörgum af helstu kennileitum Kópavogs og rækta þau. Mynstrin sem bakteríurnar mynda verða svo skönnuð inn og búin til skapalón. Fólki er boðið á smiðjur þar sem verður hægt að koma með eigin boli og gefa þeim nýtt líf, einnig verður hægt að kaupa ódýra boli á kostnaðarverði á staðnum. Hópurinn  notar sólarprent aðferðir til að færa myndirnar af sýnunum yfir á bolina. Þannig er hægt að ''reppa'' sitt hverfi eða sinn stað með munstri sem bakteríurnar mynda. Með því, málar verkefnið þessi kennileiti í nýrri mynd. Verkið sýnir hvernig bakteríur lifa í sinni míkrókosmos, þar sem ótal einstaklingar sameinast og vinna saman sem endurspeglar líf.
01.06.2024 kl. - Molinn

Hula

 Íris Eva Ellenardóttir Magnúsdóttir Verkefnið hula er skúlptúrasería sem er innblásin af álfum og huldufólki. Viðfangsefnin eru óræð og dulúðarfull. Hulin, ósýnileg, en samt til staðar og skúlptúr er tilvalin miðill til þess að tjá hinn hliðstæða og falda, heim sem álfar og huldufólk tilheyra. Efniskennd skúlptúranna mun einkennast af mýkt og sveigjanleika. Textíllinn er hula sem sýnir í stað þess að fela og markmið verkefnissins er ekki að lyfta hulunni, heldur nota hana sem efnivið. Markmiðið er að skapa innsetningu ólíkra mjúkra skúlptúra sem vísa í álfa og huldufólk, og einnig óræðni og dulúð “hulunar” í víðara samhengi.
01.06.2024 kl. - Molinn

Viskustykki

Guðný Margrét Eyjólfsdóttir og Iðunn Gígja Kristjánsdóttir Viskustykki er hugarfóstur Guðnýjar Margrétar og Iðunnar Gígju. Þær skoða súrrealískan og ósjálfráðan húmor við gerð grínþáttar, þar sem gjörningar, spuni og tónlist koma saman í vinnuferlinu. Markmið verkefnisins er aukin dreifing absúrd húmors inn í íslenskt samfélag og aukinn sýnileiki gjörningalistar á samfélagsmiðlum, en fyrst og fremst er markmiðið að dreifa hlátri og gleði! Nánari upplýsingar koma síðar.
01.06.2024 kl. - Molinn

Stupid Cupid

Erla Hlín og Baldur Skúlason Verkefnið Stupid Cupid er safn af ástarlögum sem fylgja sambandi frá byrjun til enda, frá fyrstu kynnum til sambandsslits, samin og flutt af Erlu Hlín og Baldri Skúlasyni. Þau ætla sér að kynna og rannsaka eðli ástarlaga en líka að nýta vitneskju sína á ástinni og tónlist til þess að fanga tilfinningar í lögunum. Markmiðið er að gefa fólki tækifæri til að upplifa heilt samband á nokkrum mínútum.
01.06.2024 kl. - Molinn

Krullurnar þrjár

Anya Hrund Shaddock, Benedikt Gylfason og Kjalar Martinsson Kollmar Þríeykið vinnur að gerð stuttskífu í sumar. Lögin eru með íslenskum textum og í diskó-fönk stíl í anda ABBA, Boney M, Bee Gees og Earth, Wind and Fire. Hópurinn sér um að semja, útsetja og taka upp plötuna. Í ferlinu munu þau kynna sér ýmsa góða diskótónlist frá síðustu öld og vonast eftir því að geta komið íslensku diskó aftur á kortið. Fólk má búast við stuðlögum sem hægt er að dilla sér við sem og fallegum ástarballöðum.
01.06.2024 kl. - Molinn

Hlæja og gráta

Grímur Smári Hallgrímsson og Katla Yamagata Leikhópurinn Hlæja og gráta vinnur í sumar að leiksýningu um vini. Í einföldu máli kennir verkið áhorfendum að eiga vin. Þau munu leitast við að svara spurningum sem brenna á þeim, eins og t.d. “viltu gera eitthvað?” eða “nennirðu að hætta?”. Leikhópurinn vill upphefja hið hversdagslega með húmor í fyrirrúmi. Í samræmi við nafn hópsins þá hafa sýningar þeirra oft verið kenndar við tilfinningarússíbana, áhorfendur eru gjarnir á að hlæja OG gráta á sýningum leikhópsins. Á grátbroslegu ferðalagi í gegnum frumskóg tilfinninganna gætu áhorfendur komist að einhverju nýju um vini sína eða eitthvað rifjast upp fyrir þeim sem þau vissu nú þegar. Sjáðu hann vin þinn. Manstu hvað þér þykir vænt um hann? 
01.06.2024 kl. - Molinn

Aukalag

Egill Gauti & Elías Geir Aukalag er hlaðvarpssería í 4 hlutum í umsjá Egils Gauta og Elíasar Geirs. Í hverjum þætti velja þeir félagar sér eina hljómplötu til þess að rýna í og greina og leggja þeir svo fyrir sig verkefnið að búa til eitt frumsamið aukalag á plötuna. Fjallað verður um hljóðheim platnanna, söngtexta, sögulegt samhengi listamannsins o.fl. á skemmtilegan og hnitmiðaðan hátt og til þess að tryggja að aukalagið hljómi eins og það tilheyri tiltekinni plötu. Í lok þáttar verður svo afrakstur rannsóknarvinnunnar fluttur og verður þá platan komin með sitt aukalag. 
01.07.2024 kl. 08:00 - Bókasafn Kópavogs

Bókamarkaður

Mánaðarlegi bókamarkaðurinn okkar er á aðalsafni þessa vikuna. Bækur og fleira á góðu verði.
02.07.2024 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
03.07.2024 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
04.07.2024 kl. 17:00 - Salurinn

Tríó Kristjönu Stefánsdóttur | Sumarjazz í Salnum

Tríó Kristjönu Stefánsdóttur kemur fram á tónleikum í forsal Salarins í tónleikaröðinni Sumarjazz í Salnum. Tríóið skipa Kristjana Stefánsdóttir, söngur, Tómas Jónsson á píanó og Þorgrímur Jónsson á bassa. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Léttar veitingar til sölu. Sumarjazz í Salnum sumarið 2024 13. júní: Bogomil Font og hljómsveit20. júní: Ingibjörg Turchi og hljómsveit27. júní: MOVE, kvartett Óskars Guðjónssonar4. júlí: Tríó Kristjönu Stefánsdóttur11. júlí: Kvartett Edgars Rugajs18. júlí: Los Bomboneros Sumarjazz í Salnum er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
Fleiri viðburðir

Hafðu samband

 

Hringdu í 441 0000

ef þig vantar aðstoð, svör eða nánari upplýsingar. Opnunartími Þjónustuversins er mánudaga - fimmtudaga frá 8 - 16 en frá 8 - 13 á föstudögum.

Hringja

 

Sendu okkur póst

Við tökum á móti ábendingum og fyrirspurnum í gegnum tölvupóst. Smelltu á merkið hér að ofan til að senda okkur póst.

Senda póst

 

Þarftu að senda viðkvæm gögn á öruggan hátt til Kópavogsbæjar

Notendur geta sent Kópavogsbæ viðkvæmar skrár eftir að þeir hafa auðkennt sig með rafrænum skilríkjum.

Gögnum er eytt úr Signet transfer eftir að viðkomandi hefur sótt þau.

Signet