22.04.2025 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is
Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
22.04.2025 kl. - Bókasafn Kópavogs
Umhverfis ofurhetjan er vitundarvakningarverkefni sem er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs þar sem börn geta leyst fimm umhverfistengd verkefni og að því loknu fá þau afhent viðurkenningar skjal um að þau séu umhverfis ofurhetjur.
Einnig fá þau fræ í verðlaun sem þau geta gróðursett heima. Verkefnið mun svo standa fram á haust.
Hægt er að velja 5 af eftirfarandi atriðum, sum þeirra eru verkefni sem öll fjölskyldan vinnur saman, og sum eru árstíðarbundin.
Þegar barnið hefur klárað 5 verkefni getur það komið á safnið og fengið skjalið og verðlaunin afhent annað hvort í barnadeild eða hjá starfsmanni náttúrufræðistofu:
Taka bók á bókasafninu um náttúruna og náttúruvísindi t.d. dýr, gróður, himingeiminn og lesa heima eða fá einhvern til að lesa fyrir sig.
Skoða vandlega náttúrufræðisýninguna í Náttúrufræðistofu Kópavogs.
Fara með einhverjum fullorðnum á endurvinnslustöð eða í grenndargám með flokkað rusl og efni.
Plokka, fara með einhverjum fullorðnum og týna upp rusl úr náttúrunni. (Athuga að vera með hanska, og fara varlega og rólega í verkefnið og ræða fyrir fram um að passa sig að taka ekki upp neitt oddhvasst eins og nálar og glerbrot).
Fá fjölskylduna sína til að elda eina máltíð úr frystinum.
Borða afganga.
Fá fjölskylduna til að elda eina grænmetismáltíð (kjöt og fiskvinnsla skilur eftir sig stórt kolefnisfótspor, og það að borða einu sinni í viku grænmetismáltíð er mjög gott fyrir umhverfið)
Velja að gefa fremur upplifun eða notaða gjöf í afmælis- eða tækifærisgjöf. Taka virkan þátt í hringrásarhagkerfinu, gefa, selja eða kaupa notaða hluti frekar en nýja.
Labba einu sinni eitthvert sem þið farið venjulega á bíl.
Búa til pödduhótel í garðinum.
Leyfa túnfíflunum að vera í garðinum (ekki tína þá, ekki slá þá) en þeir eru nauðsynleg næring fyrir fyrstu skordýrin á vorin.
Planta birkitré (birki er eina skógmyndandi tegundin í íslensku flórunni og birkiskógar eru fjölbreytt vistkerfi þar sem fjöldi lífvera lifir í samlífi hver við aðra.)
Umhverfisverkefni að eigin vali
22.04.2025 kl. 18:00 - Salurinn
Nú er spennandi kvöld framundan fyrir Jane Austen aðdáendur. Aðdáendaklúbbur Jane Austen á Íslandi og Bókasafn Kópavogs, ásamt Salnum efna til Jane Austen barsvars í Salnum.
Spurningahöfundar eru stjórn Jane Austen klúbbsins á Íslandi. Boðið verður bæði upp á léttar og krefjandi spurningar og hentar viðburðurinn því öllum.
Takmarkaður sætafjöldi en þörf er að skrá sig til að tryggja miða. Frítt inn.
23.04.2025 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is
Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
23.04.2025 kl. 16:00 - Bókasafn Kópavogs
Guðmundur Andri Thorsson verður gestur í bókmenntaklúbbnum Hananú miðvikudaginn 23. apríl kl. 16:00
Hann mun ræða bók sína Synir himnasmiðs og lesa úr henni fyrir gesti.
Bókmenntaklúbburinn Hananú! hittist í Huldustofu á 3. hæð aðalsafns.
Annan hvern miðvikudag hittist á bókasafninu fremur siðprúður hópur fólks og ræðir hinar fögru orðlistir. Komið bara og gangið í bæinn, tölum um bækur – og Hananú!
Fylgist með í Facebook-hópnum Bókmenntaklúbburinn Hananú | Bókasafn Kópavogs.
23.04.2025 kl. 20:00 - Salurinn
Jazzsöngkonurnar Rebekka Blöndal, Kristjana Stefáns, Gulla Ólafs, Silva Þórðar og Sigrún Erla flytja sönglög Gullaldarára jazzins þar sem að kastljósinu er beint að stór-söngkonunum Peggy Lee, Julie London, Judy Garland, Rosemary Clooney og Anita O’Day.
Með þeim leikur Jazzkvartett Vignis Þórs Stefánssonar.
Tónleikar hefjast kl.20:00 og er miðaverð 7.900 kr. Ath það er afsláttur fyrir eldri borgara og nemendur.
https://www.facebook.com/profile.php?id=61571544166829
https://www.instagram.com/jazz_konur
23.04.2025 kl. 12:15 - Salurinn
Gervigreind hefur ruðst inn í líf okkar allra á síðustu tveimur árum. Hún er nú notuð í tónlist á ýmsum sviðum og hefur skapað ýmsa möguleika en einnig vandamál sem þarf að takast á við. Spurningar um sköpun, innblástur og tjáningu koma upp, en einnig hvernig þessi nýja tækni okkar getur hjálpað við hugmyndavinnu og sköpun. Í Menningu á miðvikudögum mun Þórhallur Magnússon, rannsóknaprófessor við Háskóla Íslands og prófessor í tónlist við University of Sussex fara yfir langa sögu gervigreindar í tónlist, kynna nýjustu uppgötvanir og spila tóndæmi. Framsagan verður gagnvirk og vonast er eftir fjörugum umræðum.Viðburðurinn fer fram í forsal Salarins. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
Um Þórhall Magnússon
Þórhallur Magnússon er rannsóknaprófessor við Háskóla Íslands og prófessor í tónlist við University of Sussex. Hann stýrir Intelligent Instruments verkefninu við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknarefni hans eru meðal annars tónlistarflutningur, spuni, ný tækni við tjáningu tónlistar, lifandi forritun, nótnaskrift, gervigreind og tölræn sköpun. Hann hefur gefið út bækurnar Sonic Writing: Technologies of Material, Symbolic and Signal Inscription sem gefin var út hjá Bloomsbury Academic og Live Coding: A User's Manual hjá MIT Press.
Menning á miðvikudögum er styrkt af menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.
***
rtificial intelligence has invaded all of our lives in the last two years. It is now used in music in various fields and has created various possibilities but also problems that need to be addressed. Questions about creativity, inspiration and expression arise, but also how this new technology of ours can help with ideation and creation.
In Culture on Wednesdays, Þórhallur Magnússon, Research Professor at the University of Iceland and Professor of Music at the University of Sussex, will review the long history of artificial intelligence in music, present the latest discoveries and play musical examples. The presentation will be interactive and lively discussions are hoped for. The talk is in Icelandic.
The event will take place in the foyer of Salurinn. Admission is free and all are welcome.***
Þórhallur Magnússon
Þórhallur Magnússon is a Research Professor at the University of Iceland and Professor of Music at the University of Sussex. He directs the Intelligent Instruments project at the School of Humanities at the University of Iceland. His research interests include music performance, improvisation, new technologies for musical expression, live programming, musical notation, artificial intelligence, and computational creativity. He has published Sonic Writing: Technologies of Material, Symbolic and Signal Inscription, published by Bloomsbury Academic, and Live Coding: A User's Manual, published by MIT Press.
Culture on Wednesdays is supported by the Cultural and Humanities Committee of Kópavogur.
24.04.2025 kl. 13:30 - Bókasafn Kópavogs
Ef ég væri grágæs - Við fögnum sumrinu með leiksýningu í barnadeild.
Grjótgerður var afar merkileg lítil vera, grá á litin, alveg eins og steinn. Hún bjó efst uppi á fjalli þaðan sem hún horfði yfir litríka veröldina. En hún var leið og þung á brá, því hún var bara grá, og henni var farið að leiðast að horfa á lífið þjóta hjá. Skyndilega flaug grágæs yfir höfði Grjótgerðar. Vá! Grágæsin var grá, en samt glöð og hýr á brá! Nú var Grjótgerður komin með svarið, hún skyldi láta breyta sér í grágæs. Því næst lagði hún af stað í ótrúlegt ferðalag. Á ferð sinni kynnist hún dularfullum svifverum, stressuðum skógarálfi og kolkrabba, sem í ljós kemur að hefur töframátt. Þegar kolkrabbinn er við það að breyta Grjótgerði í grágæs og draumurinn er við það að rætast hættir Grjótgerður skyndilega við. Ferðalagið hefur kennt henni að hún þarf ekki að breytast – hún sjálf er einstök, falleg og fullkomin alveg eins og hún er. Sagan af Grjótgerði hefur ríkan boðskap sem á sannarlega erindi við börnin okkar. Sýningin er 25-30 mínútur að lengd, einlæg, falleg og sprenghlægileg! Leikarar sýningarinnar eru Ellen Margrét Bæhrenz og Arnmundur Ernst Backman.
Ef ég væri grágæs er nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Ellen Margréti Bæhrenz sem leikur jafnframt í sýningunni. Það er annað barnaleikrit Ellenar en hið fyrra, Nátttröllið Yrsa – einmana á jólanótt, sló einmitt í gegn á bókasafninu fyrir jólin.
Vika 17 sem er vikan eftir páska er alþjóðleg vika heimsmarkmiða á bókasöfnum. Af því tilefni fannst okkur tilvalið að bjóða upp á barnaleikritið Ef ég væri grágæs en 15. heimsmarkmiðið fjallar einmitt um líf á landi.
“Sýningin var mjög lifandi og greip athygli barnanna um leið. Alls konar furðuverur birtust á vegferð Grjótgerðar og vöktu mikla kátínu hjá börnunum. Við í Hagaborg getum svo sannanlega mælt með þessari sýningu.“
„Góður boðskapur í sýningunni og frábært að svo góðum boðskap sé hægt að koma á framfæri á fyndinn og skemmtilegan hátt.“ „Heilt yfir skemmtileg upplifun sem skyldi mikið eftir sig hjá starfsfólkinu og börnunum í Bergheimum.“
24.04.2025 kl. 12:15 - Bókasafn Kópavogs
Annað árið í röð bjóða framhaldsnemendur af söngdeild Tónlistarskóla FÍH til ljúfra hádegistónleika á Bókasafni Kópavogs. Tónleikarnir fara fram síðasta fimmtudag hvers mánaðar en þar stíga tónlistarstjörnur framtíðarinnar á stokk með spennandi blöndu af gömlu og nýju, lög sem öll þekkja í bland við sjaldheyrðari smelli.
Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.
Boðið verður upp á sumarlega tóna í tilefni af sumerdeginum fyrsta.
Flytjendur auglýstir síðar.
24.04.2025 kl. 20:00 - Menning í Kópavogi
Kátt á línunni“ er tónleikaröð í samstarfi við Hamraborg Festival á Café Catalinu. Þriðja fimmtudag hvers mánaðar verða haldnir tónleikar á Café Catalinu þar sem fram kemur fjölbreytt úrval grasrótartónlistarfólks.
Fimmtu tónleikar raðarinnar verða sumardaginn fyrsta, 24. apríl eru jafnframt lokatónleikar raðarinnar í vetur. Þá koma fram Teitur, Andervel og Einakróna sem bjóða upp á ljúfa og sólríka stund sama hvernig veðrar.
Tónleikarnir hefjast kl 20:00. Miðinn kostar 2500 kr - sveigjanlegt verð, má borga minna, má borga meira. Bara selt inn við hurð.
Tónleikaröðin er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs og Menningarsjóði FÍH
Grafísk hönnun: Alexander Jean Le Sage de Fontenay
"Kátt á línunni" is a brand new concert series in collaboration with Hamraborg Festival, at Café Catalína. Every third Thursday, concerts showcasing the best of the Icelandic grassroots music scene will be held.
//
The fifth edition takes place on the first day of summer, April 24th and will be the last concert of the series this season. Teitur, Andervel and Einakróna will perform, offering guests a heartfelt and sunny experience, whatever the weather.
Doors open 20:00. Ticket price 2500 kr., sliding scale: pay more if you can/want, pay less if you need. Tickets at the door only.
The concert series is supported by Kópavogur arts council and FÍH culture fund.
Graphic design: Alexander Jean Le Sage de Fontenay
25.04.2025 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs
Heimsmarkmiðavika bókasafna
Alla föstudaga frá 11.00-13.00 erum við á Bókasafni Kópavogs með opið hús fyrir hælisleitendur og flóttafólk í samstarfi við GETU hjálparsamtök og eru öll velkomin.
Í tilefni af alþjóðlegri viku heimsmarkmiða á bókasöfnum er tilvalið að beina athyglinni að þessari frábæru viðburðaröð og hvetja öll til að mæta, hælisleitendur, flóttafólk, innflytjendur sem og innfædda. Á dagskrá verður kassasmiðja fyrir krakkana, þar sem þau geta breytt pappakössum í hús, litað þau og skreytt, eða búið til eitthvað annað sem þeim dettur í hug. Kassasmiðjan mun dreifast um barnadeildina á fyrstu hæðinni.
Í tilraunastofunni á 1. hæð verður boðið upp á fjöltyngda smiðju sem leiðir saman menningarheima í gegnum mexíkóskar smámyndir, milagros! Í smiðjunni verður gestum boðið að taka þátt í gerð sameiginlegs skúlptúrs þar sem hugmyndir um vellíðan, þakklæti og kærleika ráða ríkjum. Þátttakendur fá allt sem þarf til að búa til sinn eiginn milagro, lítinn táknrænan málmhlut, einhvers konar formgerða ósk eða þökk fyrir eitthvað jákvætt í lífinu. Milagros eru gerðir með upphleyptri tækni (e. embossing) og byggir gerð þeirra á aldagömlum mexíkóskum og evrópskum hefðum. Leiðbeinendur smiðjunnar eru listamennirnir Hugo Llanes og Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir.
Markmið viðburðarins er að stuðla að gagnkvæmum skilningi menningarheima og að vera samskipta- og sköpunarvettvangur fyrir fólk úr ólíkum áttum. Gestir á öllum aldri eru velkomnir, en gert er ráð fyrir að börn séu í fylgd með fullorðnum. Hægt er að kíkja við hvenær sem er á meðan á viðburðinum stendur. Léttar veitingar verða á boðstólnum (s.s kaffi, ávextir, kex ofl).
Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin!
26.04.2025 kl. 13:00 - Gerðarsafn
Í þessari spennandi smiðju verður gestum boðið að búa til sínar eigin klippimyndir þar sem við munum blanda saman myndum af úkraínskri náttúru og dýrum og, fyrir þau sem vilja, einnig myndum af hefðbundnum úkraínskum páskaeggjum sem kallast Pysanka. Saman munum við fræðast um úkraínskar páskahefðir og uppgötva sögu Pysanka, en í Úkraínu eru páskarnir haldnir hátíðlegir í mun lengri tíma en á Íslandi.
Leiðbeinendur smiðjunnar eru listamennirnir Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Iryna Kamienieva en Irina er úkraínskur listamaður og sýningarstjóri sem hefur verið búsett á Íslandi undanfarin þrjú ár.
Smiðjan er opin gestum á öllum aldri og engrar sérstakrar kunnáttu krafist, en gert er ráð fyrir að börn séu í fylgd með fullorðnum. Gestum er velkomið að kíkja við hvenær sem er á meðan á smiðjunni stendur. Tungumál smiðjunnar eru úkraínska, íslenska og enska.
Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin!
—
Smiðjan er liður í viðburðaröðinni Together sem er skipulögð af Menningarhúsunum í Kópavogi í samstarfi við GETU – hjálparsamtök. Markmiðið er að stuðla að gagnkvæmum skilningi menningarheima og að vera samskipta- og sköpunarvettvangur fyrir fólk úr ólíkum áttum.
Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði og Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
//
Together - Багатомовний воркшоп - Колажі із зображенням писанки
Запрошуємо вас на багатомовний воркшоп, присвячений колажам та українським писанкам!
На воркшопі учасникам зможуть створити колажі на папері, поєднуючи зображення традиційних українських писанок та української природи. Разом ми обговоримо наші великодні традиції та відкриємо для себе історію писанки.
Ведучі воркшопу - ісландська художниця Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir та українська художниця і кураторка Ірина Камєнєва.
Воркшоп підходить для людей будь-якого віку та рівня майстерності, але діти повинні бути у супроводі дорослих. Відвідати подію можна у будь-який час. Воркшоп пройде українською, ісландською та англійською мовами.
Подія безкоштовна - запрошуємо усіх охочих.
—
Даний воркшоп проходить у рамках серії подій під назвою Together (“Разом”), організованої Будинком культури міста Копавогур у співпраці з організацією допомоги GETA, з метою посилення інклюзивності та просування міжкультурного взаєморозуміння.
Подія проходить за підтримки Мистецько-культурної ради міста Копавогур та Фонду дитячої культури.
//
Together - Multilingual workshop - Pysanka Ukrainian Paper Collages
Join us for a multilingual Pysanka collage workshop!
In this exciting workshop, participants will be invited to create their own paper collages, mixing images of Ukrainian Pysankas, traditionally decorated Easter eggs, and Ukrainian nature. Together we will learn about Ukrainian Easter traditions and discover the history of Pysanka.
Workshop facilitators are the Icelandic artist Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir and the Ukrainian artist and curator Iryna Kamienieva.
This workshop is open to individuals of all ages and skill levels, but children are expected to be accompanied by an adult. Guests are welcome to drop by at any time during the workshop. The spoken languages of the workshop are Ukrainian, Icelandic and English.
Free event – everybody is welcome.
—
This workshop is part of an event series, Together, organized by the Culture Houses of Kópavogur in collaboration with GETA aid organization, with the goal of enhancing inclusiveness and promoting intercultural understanding.
The event is supported by Kópavogur Art and Culture Council and Children’s Culture Fund.