Útivist
Í bænum má finna fjöldan allan af fjölbreyttum og skemmtilegum opnum svæðum og áhugaverðum stöðum.
Strandlengjan við Kársnes er dæmi um það og grænu dalirnir tveir, Kópavogsdalur og Fossvogsdalur.
Falleg leiksvæði eru víða um bæinn og þá verður að nefna garðana í bænum, Rútstún, Hlíðargarð, trjásafnið í Meltungu í Fossvogsdal og Guðmundarlund. Auðvelt er að komast milli svæði í Kópavogi á fjölmörgum göngu – og hjólastígum.