Innritun í grunnskóla

Öll börn eru skólaskyld á því ári sem þau ná 6 ára aldri og hafa forgang að sínum hverfisskóla (sjá nánar skólahverfi). Foreldrar geta einnig sótt um skólavist í öðrum hverfisskóla fyrir barn sitt. Sjá reglur um innritun.

Upplýsingar um innritun fyrir komandi skólaár er auglýst í lok febrúar og innritun fer fram fyrstu vikuna í mars ár hvert í gegnum þjónustugátt.
Jafnframt þurfa foreldrar að sækja sérstaklega um frístund og áskrift að mötuneyti.

Skólahverfin

Skólahverfin er afmörkuð eftir götum. Sjá hér.

Skólahverfi Álfhólsskóla afmarkast af Kjarrhólma, Smiðjuvegi, Dalvegi, Digranesvegi, Bröttubrekku og sunnan Nýbýlavegar

Skólahverfi Hörðuvallaskóla og Kóraskóla er Kórahverfi

Skólahverfi Kársnesskóla er Kársnesið, vestan Hafnarfjarðarvegar

Skólahverfi Kópavogsskóla afmarkast af Hafnarfjarðarvegi, Bröttubrekku, Digranesvegi, Nýbýlavegi og Fífuhvammi

Skólahverfi Lindaskóla er Lindahverfi

Skólahverfi Salaskóla er Salahverfi

Skólahverfi Smáraskóla er Smárahverfi

Skólahverfi Snælandsskóla er norðan Nýbýlavegar, Hólmarnir tilheyra Álfhólsskóla

Skólahverfi Vatnsendaskóla er Vatnsendahverfi, þ. e. Þing og Hvörf

Yfirlit skóladagatala

Skólaárið 2024-2025

Skólasetning grunnskóla Kópavogs verður föstudaginn 23. ágúst 2024.

Vetrarleyfi verða 24. og 25. október 2024 og 24. og 25. febrúar 2025.

 Sjá yfirlit skóladagatala. Ítarlegri skóladagatöl má finna á heimasíðum skólanna. 

Viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn

Þegar grunur vaknar um skólasóknarvanda, þrátt fyrir tilkynntar fjarvistir, skal skoða tilkynningar um veikindi og leyfi síðustu þriggja skólamánaða eða lengra aftur ef langt er liðið á skólaárið (staðfest langtímaveikindi eru hér frátalin).

Verklagsreglur í grunnskólum

Reglur og verklag

Málsmeðferð gagnvart starfsmanni vegna gruns um brot gagnvart barni

Starfsfólk stofnana Kópvogsbæjar skal rækja starf sitt af fagmennsku, alúð og samviskusemi og gæta kurteisi, nærgætni og lipurðar í framkomu sinni gagnvart
börnum, foreldrum þeirra og samstarfsfólki. Jafnframt skal starfsfólk gæta fyllstu þagmælsku um hagi barna og foreldra þeirra sem það fær vitneskju um í starfi sínu.
Verði brestur á þessu ber stjórnendum að bregðast við með viðeigandi hætti. Slík mál geta verið ólík og stundum getur verið erfitt að greina hvort starfsmaður hafi brotið af sér. Ásakanir eða grun verður að rannsaka þegar í stað og ganga úr skugga um hvort um brot sé að ræða.
Stjórnendur skulu gæta fyllsta hlutleysis við rannsókn máls.

Tilkynning um brot
Tilkynning um brot þarf að berast stjórnanda stofnunar. Tilkynning skal vera skrifleg og ef brotið er tilkynnt munnlega skal stjórnandi skrá niður tilkynninguna og
tilkynnandi skrifar undir. Stjórnandi kannar málið strax samkvæmt Verklagsreglur Menntasviðs Kópavogs um viðbrögð við ofbeldi og leitar strax ráðgjafar hjá
barnavernd.

Stjórnsýslulög
Stjórnandi skal gæta þess við alla vinnslu málsins að fylgja stjórnsýslulögum í hvívetna, (rannsóknarregla, jafnræðisregla,meðalhófsregla, andmælaréttur og
upplýsingaréttur). Sjá nánar leiðbeiningar um uppsagnir og áminningar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Aðstoð
Stjórnandi skal leita aðstoðar starfsmannadeildar og menntasviðs við vinnslu máls.

Vinnsla máls

1. Formleg ávirðing berst / grunur vaknar
     a. Ef upp kemur grunur um að starfsmaður brjóti starfsskyldur sínar og/eða sýni af sér háttsemi sem er ámælisverð í starfi og getur fallið undir ákvæði
         viðkomandi kjarasamnings um áminningu eða jafnvel fyrirvaralausa uppsögn skal stjórnandi gæta þess að farið sé eftir verkferlum Gæðakerfis
         Kópavogsbæjar og fylgja leiðbeiningum um uppsagnir og áminningar.
     b. Við þær aðstæður þegar frávikning úr starfi er til skoðunar getur verið heimilt að afþakka vinnuframlag starfsmanns á meðan málið er í rannsókn en hann
         heldur launum sínum á meðan. Stjórnandi skal athuga þann möguleika ef slíkt kemur upp.

2. Rannsókn
     a. Stjórnandi rannsakar málið strax og ræðir við brotaþola, starfsmenn og aðra þá sem að málinu koma, t.d. vitni. Hann skráir samtöl við alla aðila niður. Ef
          þörf er að ræða við nemendur skal upplýsa foreldra um málið og eiga samvinnu við þá um aðkomu barns að málinu.
     b. Gæta skal þess að boða starfsmann með réttum hætti. Hann hefur rétt á að hafa trúnaðarmann eða fulltrúa stéttarfélags síns með sér á fundinn, sjá
          ofangreindar leiðbeiningar Sambands Íslenskra sveitarfélaga.
     c. Stjórnandi metur hvers eðlis málið er og kynnir málsaðilum niðurstöðu sína.
3. Lok máls
     a. Rannsókn málsins leiðir í ljós að háttsemin eða brotið telst þess eðlis að nægjanlegt sé að leiðbeina starfsmanninum og eða veita honum tiltal.
          Stjórnandi skal gæta þess að skrifa fundargerð og að hún sé undirrituð.
     b. Rannsókn máls leiðir í ljós að háttsemin og eða brotið sé þess eðlis að beita skuli skriflegri áminningu.
     c. Rannsókn máls leiðir í ljós að tilvik fellur undir skilyrði viðkomandi kjarasamnings um fyrirvaralausa brottvísun.
     d. Rannsókn máls leiðir til þess að ekki er þörf á að aðhafast frekar.

4. Skýrsla

  • Stjórnandi skrifar skýrslu um vinnslu málsins, niðurstöðu og viðbrögð.
Röskun vegna veðurs

Þegar Veðurstofa Ísland varar við slæmu veðri, þá er viðvörunarkerfi notað og mikilvægt að taka það alvarlega. Sérstaklega ef varað er við miklum stormi/vindi, úrhelli, snjókomu, frostregni og/eða ofsakulda. Þegar viðvaranir eru gefnar út gefa almannavarnir út leiðbeiningar eftir aðstæðum og viðvörunum Veðurstofu Íslands.
Sjá nánar um Óveður 

Sjá nánar viðvaranir í litum í samræmi við hættustig veðurs.

Tilmæli til foreldra/forráðamanna barna í skólum, frístunda – og íþróttastarfi.
Sjá nánar um Röskun á skólastarfi

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar gefur deildarstjóri grunnskóladeildar í síma 441 0000