Opnað verður fyrir tilboð í lóðir í öðrum áfanga úthlutunar í Vatnsendahvarfi í haust. Í öðrum áfanga verður úthlutað lóðum fyrir einbýlishús, parhús, klasahús og fjölbýli. Gefinn verður fjögurra vikna frestur frá því að útboðsvefur opnar, til þess að skila inn tilboðum.

Í Vatnsendahvarfi verða 500 íbúðir í fjölbýli og sérbýli og fellur byggðin vel að nágrenninu. Lögð er áhersla á sjálfbæra og umhverfisvæna byggð og góðar samgöngutengingar fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur.

Stefnt er að því að lóðir í öðrum áfanga verði byggingarhæfar í ágúst 2025.

Spurt og svarað um Vatnsendahvarf

Hvernig geri ég tilboð í lóð?

Sótt er um lóð í gegnum útboðskerfi Kópavogsbæjar, TendSign.is.

Athugið að það er á ábyrgð tilboðsgjafi að kynna sér öll framlögð gögn er varða úthlutun lóða.

Gagnlegir hlekkir:

Reglur um úthlutun lóða í Kópavogsbæ.

Sértækir úthlutunarskilmálar fyrir 2. áfanga í Vatnsendahvarfi.

Deiliskipulag Vatnsendahvarfs.

Mæliblöð lóða:

Mæliblöð lóða birtast hér þegar nær dregur úthlutun.

Hvaða reglur og skilmálar gilda um úthlutun?

Reglur um úthlutun lóða í Kópavogsbæ.

Sértækir úthlutunarskilmálar fyrir 2. áfanga í Vatnsendahvarfi.

Hvar nálgast ég mæliblöð og nánari upplýsingar um lóðirnar?

Mæliblöð lóða:

Mæliblöð lóða birtast hér þegar nær dregur úthlutun.

Á kortavef Kópavogsbæjar er hægt að sjá staðsetningu Vatnsendahvarfs og lóðirnir.
Til þess að sjá afmörkun lóða, ýtið á flipa merktan landeignir (lóðir) og hakið svo í landeignir.

Hvað eru margar lóðir í 2. áfanga?

Einbýlishúsalóðir eru 19.

Parhúsalóðir eru 46.

Klasahúsalóðir eru 5.

Fjölbýlishúsalóðir eru 2.

Athugið að í par-, klasa- og fjölbýlishúsalóðum er gert ráð fyrir að boðið sé í fleiri en eina lóð í sama tilboði.

Hvenær verður byggingarhæft í Vatnsendahvarfi?

Stefnt er því lóðir í 2. áfanga Vatnsendahvarfs verði byggingarhæfar í ágúst 2025. 

Eru gerðar sérstakar kröfur um hönnun húsa?

Vanda skal til allrar hönnunar, frágangs bygginga og lóða. Við hönnun húsa og lóða skal aðlaga byggingar að landhalla og miða við að hvoru tveggja falli sem best að því landi sem fyrir er á viðkomandi lóð. Leitast skal við að skapa skjólgóð dvalarsvæði við byggingar sem snúa móti sólu. Hönnuðir skulu kynna sér hönnun aðliggjandi húsa með það í huga að skapa gott sampil hvað varðar efnisval og frágang.

Einn og sami hönnuður skal vera að sambyggðum byggingum, svosem par- og raðhúsum og byggingum sem standa á sömu lóð. Gæta skal samræmis í hönnun og gerð þeirra hvað varðar útlit og frágang, þar á meðal þakhalla, þakfrágang, efnisval, áferð og litaval á einstökum byggingarhlutum. 

Hvernig hverfi verður Vatnsendahvarf?

Vatnsendahvarf er einstaklega vel staðsett hverfi með mikilli þjónustu í næsta nágrenni, svo sem skóla, verslun og þjónustu. Þá eru margvíslegir möguleikar til íþróttaiðkunar og útivistar í næsta nágrenni.

Græni geirinn liggur í gegnum Vatnsendahvarf, frá suðaustri til norðvesturs og tengist útivistar og útsýnisreit á háholtinu þar sem gamla útvarpsstöðin stóð áður. Núverandi gróður og náttúra fléttast inn í opin svæði eftir aðstæðum.

Fyrirhugaður leikskóli og grunnskóli fyrir 1. til 4. bekk verður miðsvæðis í hverfinu.

Á háholtinu er gert ráð fyrir útivistarsvæði og hundagerði sem fléttast inn í byggð og grænan geira.

Hvernig er Vatnsendahvarf skipulagt?

Í Vatnsendahvarfi verða 500 íbúðir í fjölbýli og sérbýli og fellur byggðin vel að nágrenninu. Húsin eru í mesta lagi þrjár hæðir.

Deiliskipulag Vatnsendahvarfs sýnir hvernig hverfið er skipulagt.

Verður leik- og grunnskóli í hverfinu?

Það verður leik- og grunnskóli í Vatnsendahvarfi fyrir börn á aldrinum 1 til 9 ára í sama húsnæði. Gert er ráð fyrir að Vatnsendahvarf tilheyri skólahverfi Vatnsendaskóla. Börn frá 5. til 10. bekk grunnskóla munu því að loknum 4. bekk fara í 5. bekk í Vatnsendaskóla og ljúka grunnskólagöngu þar. Hörðuvallaskóli er álíka langt frá hverfinu og foreldrum og forsjáraðilum mun standa til boða að velja þann skóla þrátt fyrir að skólahverfið tilheyri Vatnsendaskóla.

Hvernig kemst ég í Vatnsendahvarf?

Ekið verður í Vatnsendahvarf um Kambaveg og Turnahvarf. 

Á kortavef Kópavogs er hægt að skoða staðsetningu hverfisins. 

Vegagarðin vinnur að lokaáfanga Arnarnesvegar sem liggur milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar en Arnarnesvegur mun bæta samgöngur í efri byggðum Kópavogs. Áætluð verklok eru árið 2026.

Hvar er Vatnsendahvarf?

Vatnsendahvarf afmarkast af Arnarnesvegi, Kleifakór, Álfkonuhvarfi og Turnahvarfi. 

Á kortavef Kópavogs er hægt að skoða staðsetningu.

Hvenær verður einbýlis-, par- og raðhúsalóðum úthlutað?

Einbýlis-, par- og raðhúsalóðir eru til úthlutunar í 2.áfanga.

Þarf ég að bjóða í bæði hús þegar boðið er í parhúsalóð?

Já, þegar boðið er í parhúsalóð er boðið í bæði hús og lóðunum úthlutað saman.

Næstu úthlutanir

Í 2. áfanga verður auk lóða fyrir fjölbýlishús úthlutað lóðum fyrir sérbýli, það er að segja raðhús, parhús og einbýli.

Hægt verður að bjóða í gegnum útboðsvef Kópavogsbæjar í allt að fjórar vikur. Stefnt er að því opnað verði fyrir umsóknir á næstu mánuðum. Þá verður boðið upp á kynningarfund á meðan opið er fyrir tilboð þar sem starfsfólk Kópavogsbæjar fer yfir notkun tilboðsvefsins og svarar almennum spurningum.

Stefnt er að frekari úthlutun lóða í Vatnsendahvarfi í framhaldi af 2. áfanga.

Deiliskipulag Vatnsendahvarfs

Er hægt að fá frekari upplýsingar um úthlutunina?

, þegar 2. áfangi er hafinn mun verða kynningarfundur þar sem einstaklingum er gert kleift mæta og læra á notkun tilboðsvefsins ásamt því svör við almennum spurningum. Kynningarfundurinn verður auglýstur sérstaklega þegar nær dregur.