Opnað verður fyrir tilboð í lóðir í þriðja áfanga úthlutunar í Vatnsendahvarfi 3. apríl. Í þriðja áfanga verður úthlutað lóðum fyrir einbýlishús, parhús, raðhús og fjölbýli. Gefinn verður fimm vikna frestur, frá því að opnað verður fyrir tilboð í útboðskerfinu Tendsign.is, til þess að skila inn tilboðum. Lokafrestur til að senda inn fyrirspurnir er til 29. apríl. Frestur til að skila tilboðum rennur út kl. 14:00, 8. maí. Opnun tilboða verður 8. maí kl. 14:01. Opnunarskýrsla verður send á tilboðsgjafa eins fljótt og auðið er, gera má ráð fyrir sólarhring hið minnsta.

Í Vatnsendahvarfi verða 500 íbúðir í fjölbýli og sérbýli og fellur byggðin vel að nágrenninu. Lögð er áhersla á sjálfbæra og umhverfisvæna byggð og góðar samgöngutengingar fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur.

Stefnt er að því að lóðir í þriðja áfanga verði byggingarhæfar í apríl 2026.

Spurt og svarað um Vatnsendahvarf

Hvert get ég sent inn fyrirspurnir varðandi útboðið?

Sé eitthvað óljóst er hægt að senda inn fyrirspurnir inni í útboðskerfinu sem verður svarað á tilboðstímanum. Svör við fyrirspurnum birtast öllum í útboðskerfinu sem sótt hafa úthlutunarskilmálana. Ekki sést hver fyrirspyrjandinn er þegar fyrirspurnum er svarað.

Sótt er um lóð í gegnum útboðskerfi Kópavogsbæjar, TendSign.is.

Leiðbeiningar fyrir útboðskerfi Kópavogsbæjar, TendSign.is

Hvernig geri ég tilboð í lóð?

Hvaða reglur og skilmálar gilda um úthlutun?

Hvar nálgast ég mæliblöð og nánari upplýsingar um lóðirnar?

Mæliblöð lóða:

Skírnishvarf 2-12, 1-9

Skólahvarf 2-4, Stöðvarhvarf 1-3

Skyggnishvarf 2-8, 1-11

Skyggnishvarf 13-23, 10-16

Skýjahvarf 1-9, 2-6, Sólarhvarf 2-10, 1-5

Skýjahvarf 6-10, 11-19

Sólarhvarf 5-15, 12-30

Stöðvarhvarf 10-14, 13-29

Stöðvarhvarf 2-8, 5-11

 

Á kortavef Kópavogsbæjar er hægt að sjá staðsetningu Vatnsendahvarfs og lóðirnir.
Til þess að sjá afmörkun lóða, ýtið á flipa merktan landeignir (lóðir) og hakið svo í landeignir.

Hvað eru margar lóðir í 3. áfanga?

Einbýlishúsalóðir eru 26.

Parhúsalóðir eru 10.

Raðhúsalóðir eru 46.

Fjölbýlishúsalóðir eru 9.

Athugið að í par-, rað- og fjölbýlishúsalóðum er gert ráð fyrir að boðið sé í fleiri en eina lóð í sama tilboði.

Hvenær verður byggingarhæft í Vatnsendahvarfi?

Stefnt er því lóðir í 3. áfanga Vatnsendahvarfs verði byggingarhæfar í apríl 2026.

Hvernig er jarðvegurinn á svæðinu?

Í jarðtækniskýrslu sem Efla vann má finna upplýsingar um jarðveg á svæðinu. Rannsóknir á svæðinu gefa til kynna að aðstæður séu nokkuð einsleitar hvað jarðlagaskipan varðar og eru jarðlagaþykktir og eiginleikar jarðvegs svipaðar. Jökulruðningur ofan á klöpp er ríkjandi innan svæðisins. Ofan á jökulruðningnum er svo misþykkt lag af lífrænum fokmold.

Vegna jarðfræðilegra og jarðtæknilegra aðstæðna, eiginleika jökulruðningsins er skipulagsvæðið metið í Jarðtækniflokk 2. Gert er ráð fyrir að mannvirki verði grunduð á klöpp eða fyllingu á fastan botn.

Jarðtækniskýrsla - Vatnsendahvarf, jarðtæknilegar aðstæður og hönnunarforsendur.

Eru gerðar sérstakar kröfur um hönnun húsa?

Vanda skal til allrar hönnunar, frágangs bygginga og lóða. Við hönnun húsa og lóða skal aðlaga byggingar að landhalla og miða við að hvoru tveggja falli sem best að því landi sem fyrir er á viðkomandi lóð. Leitast skal við að skapa skjólgóð dvalarsvæði við byggingar sem snúa móti sólu. Hönnuðir skulu kynna sér hönnun aðliggjandi húsa með það í huga að skapa gott sampil hvað varðar efnisval og frágang.

Einn og sami hönnuður skal vera að sambyggðum byggingum, svosem par- og raðhúsum og byggingum sem standa á sömu lóð. Gæta skal samræmis í hönnun og gerð þeirra hvað varðar útlit og frágang, þar á meðal þakhalla, þakfrágang, efnisval, áferð og litaval á einstökum byggingarhlutum. 

Hvernig hverfi verður Vatnsendahvarf?

Vatnsendahvarf er einstaklega vel staðsett hverfi með mikilli þjónustu í næsta nágrenni, svo sem skóla, verslun og þjónustu. Þá eru margvíslegir möguleikar til íþróttaiðkunar og útivistar í næsta nágrenni.

Græni geirinn liggur í gegnum Vatnsendahvarf, frá suðaustri til norðvesturs og tengist útivistar og útsýnisreit á háholtinu þar sem gamla útvarpsstöðin stóð áður. Núverandi gróður og náttúra fléttast inn í opin svæði eftir aðstæðum.

Fyrirhugaður leikskóli og grunnskóli fyrir 1. til 4. bekk verður miðsvæðis í hverfinu.

Á háholtinu er gert ráð fyrir útivistarsvæði og hundagerði sem fléttast inn í byggð og grænan geira.

Hvernig er Vatnsendahvarf skipulagt?

Í Vatnsendahvarfi verða 500 íbúðir í fjölbýli og sérbýli og fellur byggðin vel að nágrenninu. Húsin eru í mesta lagi þrjár hæðir.

Deiliskipulag Vatnsendahvarfs sýnir hvernig hverfið er skipulagt.

Hlekkir á deiliskipulag Vatnsendahvarfs:

Deiliskipulag Vatnsendahvarfs.

Deiliskipulag Vatnsendahvarfs, greinargerð.

Deiliskipulag Vatnsendahvarfs, breytt skipulag.

Verður leik- og grunnskóli í hverfinu?

Það verður leik- og grunnskóli í Vatnsendahvarfi fyrir börn á aldrinum 1 til 9 ára í sama húsnæði. Gert er ráð fyrir að Vatnsendahvarf tilheyri skólahverfi Vatnsendaskóla. Börn frá 5. til 10. bekk grunnskóla munu því að loknum 4. bekk fara í 5. bekk í Vatnsendaskóla og ljúka grunnskólagöngu þar. Hörðuvallaskóli er álíka langt frá hverfinu og foreldrum og forsjáraðilum mun standa til boða að velja þann skóla þrátt fyrir að skólahverfið tilheyri Vatnsendaskóla.

Hvernig kemst ég í Vatnsendahvarf?

Ekið verður í Vatnsendahvarf um Kambaveg og Turnahvarf. 

Á kortavef Kópavogs er hægt að skoða staðsetningu hverfisins. 

Vegagerðin vinnur að lokaáfanga Arnarnesvegar sem liggur milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar en Arnarnesvegur mun bæta samgöngur í efri byggðum Kópavogs. Áætluð verklok eru árið 2026.

Yfirlitsmynd af Vatnsendahvarfi sem sýnir Arnarnesveginn.

Hvar er Vatnsendahvarf?

Vatnsendahvarf afmarkast af Arnarnesvegi, Kleifakór, Álfkonuhvarfi og Turnahvarfi. 

Á kortavef Kópavogs er hægt að skoða staðsetningu.

Þarf ég að bjóða í bæði hús þegar boðið er í parhúsalóð?

Já, þegar boðið er í parhúsalóð er boðið í bæði hús og lóðunum úthlutað saman.

Næstu úthlutanir

Ekki verða fleiri úthlutanir í Vatnsendahvarfi, 3. áfangi er jafnframt sá síðasti. Í 3. áfanga verður auk lóða fyrir fjölbýlishús úthlutað lóðum fyrir sérbýli, það er að segja raðhús, parhús og einbýli.

Hægt er að bjóða í gegnum útboðskerfi Kópavogsbæjar Tendsign.is í allt að fimm vikur. Opið verður fyrir umsóknir frá 3. apríl. Lokafrestur til að senda inn fyrirspurnir er til 29. apríl. Frestur til að skila tilboðum rennur út kl. 14:00, 8. maí. Opnun tilboða verður 8. maí kl. 14:01.

Hlekkir á deiliskipulag Vatnsendahvarfs:

Deiliskipulag Vatnsendahvarfs.

Deiliskipulag Vatnsendahvarfs, greinargerð.

Deiliskipulag Vatnsendahvarfs, breytt skipulag.

Er hægt að fá frekari upplýsingar um úthlutunina?

Kynningarfundur fór fram 10. apríl þar sem einstaklingum var gert kleift mæta og læra á notkun útboðskerfisins Tendsign.is ásamt því svör við almennum spurningum. Svör við spurningum sem komu fram á fundinum var svarað á Tendsign.is undir "Spurningar og svör".

Útboðskerfi kynnt vegna lóða í Vatnsendahvarfi - upptaka af kynningarfundi.