Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í dag í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu.
Kópavogsbær er í hópi 22 aðila sem hafa hlotið 3,5 milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu undir forystu Umhverfisstofnunar. Verkefnið ber yfirskriftina LIFE ICEWATER og er ætlað að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.
Haustið 2025 verður breyting á fyrirkomulagi skólahalds á Kársnesi þegar nýr samrekinn leik- og grunnskóli tekur til starfa við Skólagerði. Í nýja skólanum verða börn á leikskólaaldri og upp í 4. bekk grunnskóla en í skólahúsnæði Kársnesskóla við Vallargerði verða nemendur í 5.-10. bekk.