Fréttir & tilkynningar

Vatnsendahvarf. Mynd/Nordic Office of Architecture

Vatnsendahvarf er nýtt hverfi í Kópavogi

Opnað hefur verið fyrir tilboð í lóðir í fyrsta áfanga úthlutunar í Vatnsendahvarfi, sem er nýjasta hverfið í Kópavogi. Í þessum fyrsta áfanga verður úthlutað sex lóðum fyrir fjölbýlishús.
Friðrik Baldursson og Guðni Th. Jóhannesson.

Garðyrkjustjóri Kópavogs fær heiðursverðlaun

Friðrik Baldursson, garðyrkjufræðingur og garðyrkjustjóri Kópavogs, fékk heiðursverðlaun garðyrkjunnar árið 2024 sem veitt voru við hátíðlega viðhöfn í Garðyrkjuskólanum sumardaginn fyrsta.
Vorhreinsun í Kópavogi.

Vorhreinsun í Kópavogi

Settir verða upp opnir gámar fyrir garðaúrgang á fimm stöðum í Kópavogi sem verða aðgengilegir 30. apríl til 19. maí.
Götuleikhúsið í Kópavogi er hluti af sumrinu í bænum.

Sumarnámskeið í Kópavogi

Opnað er fyrir skráningar á sumarnámskeið í Kópavogi sumardaginn fyrsta, 25.apríl.
Kópavogsbær.

Röng dagsetning á eindaga fasteignagjalda

Fyrir mistök var greiðsluseðill fyrir fasteignagjöld vegna maí sendur út með röngum eindaga. Á seðlinum stendur 3.maí en á að vera 3.júní. Unnið er að uppfærslu. Beðist er velvirðingar á þeim óþægingum sem þetta kann að valda. 
GAJA býður í heimsókn sumardaginn fyrsta.

Opið hús GAJA

Opið hús er í GAJU sumardaginn fyrsta. Gestir geta náð sér í moltu og þá er boðið upp á fræðslu.
Hægt er að nálgast poka fyrir rusl í Þjónustumiðstöð Kópavogs í Álalind.

Stóri plokkdagurinn 2024

Kópavogsbær tekur þátt í Stóra plokkdeginum sem haldinn er sunnudaginn 28.apríl. Hægt verður að nálgast ruslapoka og einnota hanska í Þjónustumiðstöð Kópavogs, Askalind 5, föstudag og laugardag.
Lokað fyrir kalt vatn í Víðigrund 19-35

Lokað fyrir kalt vatn í Víðigrund 19-35 í dag

Lokað fyrir kalt vatn í Víðigrund 19-35 í dag 22.04.2024
Keppendur frá Gerplu á Norðurlandamótinu ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra.

Keppendur heiðraðir fyrir góðan árangur

Stjórn Gerplu heiðraði keppendur á Norðurlandamóti í áhaldafimleikum við hátíðlega viðhöfn í vikunni. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, ávarpaði gesti þegar glæsilegum árangri liðsins var fagnað í fimleikasalnum Versölum og færði félaginu blóm.
Lokað

Lokað fyrir kalt vatn í Fjallalind 101-151

Lokað fyrir kalt vatn í Fjallalind 101-151 í dag 18.04.2024