Útskriftartónleikar tónlistardeildar Listaháskóla Íslands fara fram í Salnum í apríl og maí samkvæmt samkomulagi Salarins, Listaháskóla Íslands og lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar.
Kópavogsbær og Handknattleiksfélag Kópavogs (HK) hafa gert með sér samning um að HK taki yfir rekstur Kórsins, þ.e.a.s. íþróttahúss, knatthúss og tengibyggingu.
Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin og verða tónleikarnir í Kópavogskirkju föstudagskvöldið 20. desember kl. 21.00.
Náttúrufræðistofa Kópavogs varð 30 ára um helgina en af því tilefni eru nú til sýnis munir úr fyrstu söfnum stofunnar, þ.e.a.s. skeljasafni, steinasafni og fuglasafni. Ókeypis er inn á safnið.