Alþingiskosningar 2024

Kjörfundur vegna alþingiskosninganna30. nóvember 2021 hefst kl. 9:00 og lýkur kl 22:00

Kjörstaðir í Kópavogi eru tveir, íþróttahúsið Smárinn og íþróttahúsið Kórinn

Allar upplýsingar um alþingiskosningarnar 2021 er að finna á kosningavef stjórnarráðssins, kosning.is
Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá í alþingiskosningunum 30. nóvemberber 2024 með því að fara inn á þessa síðu  Hvar á ég að kjósa? 

Íbúar vestan Reykjanesbrautar og í Lindahverfi kjósa í íþróttahúsinu Smáranum, Dalsmára 5. Íbúar austan Reykjanesbrautar að frátöldum þeim sem búa í Lindahverfi kjósa í íþróttahúsinu Kórnum, Vallakór 12. 

    • Smelltu hér til að skoða auglýsingu um kjörfund í Kópavogi

Kjósandi skal gera kjörstjórn grein fyrir sér á kjörstað með því að framvísa persónuskilríki eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjórnar. 

Kjörstjórn

Yfirkjörstjórn í Kópavogi skipa: Helgi Magnússon, Jón Ögmundsson og Jón Guðlaugur Magnússon.
Starfsmaður yfirkjörstjórnar er Anna Kristín Guðmundóttir, kosningar(hjá)kopavogur.is
Aðsetur kjörstjórnar á kjördag verður í íþróttahúsinu Smáranum, sími 510 6412.

Kjörskrá

Kjörskrá vegna alþingiskosninganna 30. nóvember 2024 liggur frammi í þjónustuveri á Bæjarskrifstofum Kópavogs, Digranesvegi 1, frá og með 9. nóvember 2024. Ef einhverjar athugasemdir eru við kjörskrána ber að snúa sér með þær til bæjarlögmanns.

 

Síðast uppfært 11. nóvember 2024