Þéttingarsvæði

 Hér má nálgast upplýsingar um þau þéttingarsvæði sem eru í vinnslu hjá Kópavogsbæ.

Svæði 13. Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1, 2, 3, Þinghólsbraut 77 og 79.

Á fundi skipulagsráðs 19. desember 2022 var lögð fram að nýju tillaga Atelier arkitekta að breytingu á deiliskipulaginu Kársneshöfn fyrir lóðirnar nr. 2-4 við Bakkabraut, 1-3 við Bryggjuvör og 77 og 79 við Þinghólsbraut. Í breytingunni felst að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum víki og íbúðarhús rísi í þess stað. Skipulagssvæðið afmarkast af Þinghólsbraut og lóðamörkum Þinghólsbrautar 73 og 75 í austri, fyrirhugaðri nýrri vegtengingu milli Borgarholtsbrautar og Bakkabrautar í norðri, fyrirhugaðs nýs hafnarkants til vesturs og núverandi grjótgarðs og strönd til suðurs. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða á reitnum verði að hámarki 150, á 2-4 hæðum þar sem 4. hæðin verður inndregin. Gert er ráð fyrir 0,75-1 bílastæði pr. íbúð, auk 0.2 fyrir gestastæði og að u.þ.b. 90% þeirra verði í innbyggðum og niðurgröfnum bílageymslum. Fyrirhugað er að heildarbyggingarmagn á svæðinu verði 24.995 m² ofan- og neðanjarðar með nýtingarhlutfalli 1,81. A-rými ofanjarðar 18.810m². B-rými ofanjarðar 2.385m². A-rými neðanjarðar 1.980m². B-rými neðanjarðar - Bílakjallari - 3.800m².

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 15. desember 2022.

Skipulagsráð samþykkti framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Á fundi bæjarstjórnar 10. janúar 2023 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.

Deiliskipulagsbreyting þessi tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og telst þá málinu lokið.

Hugmyndasamkeppni, Reykjanesbraut og svæðiskjarni í Smára

Tillagan Borg í mótun/Grænn miðbær var hlutskörpust í hugmyndasamkeppni um þverun Reykjanesbrautar ásamt byggð yfir og/eða við Reykjanesbraut auk tengingar fyrir vistvæna ferðamáta í svæðiskjarna í Smára.

Niðurstaða keppninnar var kynnt miðvikudaginn 30. mars 2022 og verðlaunahöfum veittar viðurkenningar. Samkeppnislýsingu má nálgast hér.

Bæjarstjórn Kópavogs átti frumkvæðið að hugmyndasamkeppninni sem samþykkt var einum rómi í bæjarstjórn 11.maí, 2021.

Hugmyndasamkeppnin var unnin í samvinnu Kópavogsbæjar og Arkitektafélags Íslands. Markmið Kópavogsbæjar með samkeppninni var meðal annars að styrkja svæðiskjarnann í Smára og efla tengsl á milli svæða innan kjarnans fyrir alla ferðamáta. Verðlaunatillögur verða til sýnis í Bókasafni Kópavogs fram yfir helgi og og aðgengilegar á vef Kópavogsbæjar.

Höfundar verðlaunatillögunnar eru ASK arkitektar ehf., Þorsteinn Helgason, arkitekt FAÍ, Jakob Jakobsson, arkitekt FAÍ, aðstoð veittu: Anna Margrét Sigmundsdóttir, arkitekt FAÍ og Páll Gunnlaugsson, arkitekt FAÍ.

Í öðru sæti var tillagan Smárahvammur. Höfundar hennar eru: Arna Kristjánsdóttir, samgönguverkfræðingur, Berglind Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur, Hlynur Hugi Jónsson, landslagsarkitekt, Ómar Ingþórsson, landslagsarkitekt, Pétur Jónsson, landslagsarkitekt, Svana Rún Hermannsdóttir, landslagsarkitekt, Silja Traustadóttir, arkitekt, Þröstur Þór Bragason, miðlunarfræðingur, Guðmundur Sigfinnsson, hagfræðingur.

Þriðju verðlaun hlaut tillagan: Kjarninn – ávöxtur til framtíðar. Höfundar hennar eru: VSÓ ráðgjöf. Starfsfólk sem kom að tillögu: Andrea Kristinsdóttir, Orri Gunnarsson, Samúel Torfi Pétursson, Smári Ólafsson.

Miðbær Kópavogs. Hamraborg, Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur

Traðarreitur austur

Glaðheimar vestur - Deiliskipulag

Nónhæð

 Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs 12. desember 2017 var samþykkt tillaga að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi á kolli Nónhæðar. Tillögurnar hafa nú verið sendar Skipulagsstofnun. Hér að neðan eru slóðir á breytt aðalskipulag; breytt deiliskipulag og greinargerð þar sem m.a. kemur fram ferill málsins, athugasemdir, ábendingar og umsagnir ásamt fylgiskjölum 1-26.

Aðalskipulag

Deiliskipulag

Greinargerð og fylgiskjöl

201 Smári

201 Smári býr að því að vera í miðju höfuðborgarsvæðisins og í nálægð við stofnbrautir. Hverfið er rótgróið íbúða- og verslunarhverfi og nánast öll þjónusta í göngufæri.

201 Smári

Kársnes

Blönduð byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis, vistvænar samgöngur, verslun og þjónusta verða áhersluatriði í uppbyggingu vestasta hluta Kársness. Samhliða uppbyggingu verður reist brú fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna yfir Fossvog sem tengja mun svæðið við háskólasvæði Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands og miðbæ Reykjavíkur. 

Hér fyrir neðan má nálgast gögn af kynningarfundi sem haldinn var í Kársnesskóla 29. nóvember 2016.

Skipulagsvinna 

Spot on Kársnes

Samgöngur

Deiliskipulagslýsing

Spurt og svarað

Síðast uppfært 17. desember 2021