Grunnskólaaldur

Fjölbreyttur stuðningur og þjónusta stendur börnum og fjölskyldum til boða.
Tíu grunnskólar eru í Kópavogi og tveir sjálfstætt starfandi skólar. Frístundaheimili eru starfandi fyrir 1.-4.bekk auk þess að félagsmiðstöðvar eru starfræktar fyrir börn frá 5.bekk. Öll börn eru skólaskyld frá því ári sem þau ná sex ára aldri og hafa þau forgang í sína hverfisskóla. Leiðarljós skólastarfs er að stuðla að menntun og þroska barna í samstarfi við heimilin. Margvísleg þjónusta og stuðningur stendur börnum til boða.