• Frístund er fyrir börn í 1. - 4. bekk við alla grunnskóla Kópavogs, þar geta börn dvalið við leik og skapandi starf eftir að skóla lýkur til klukkan 16:30. 
  • Frístundaklúbburinn Hrafninn er fyrir börn og unglinga með fötlun í 5. – 10. bekk. Sumarstarf er í boði fyrir börn með fötlun frá 7 til 15 ára.
  • Félagsmiðstöðvar fyrir unglinga starfa í grunnskólum og þar fer fram fjölbreytt og faglegt frístundastarf.
  • Molinn - Miðstöð unga fólksins er fyrir ungmenni á aldrinum 16 – 25 ára. Þar býðst ungu fólki aðstaða til listsköpunar og samveru.
  • Höfuð-Borgin er sértæk félagsmiðstöð fyrir ungmenni með miklar stuðningaþarfir frá 16 - 20 ára með lögheimili í Kópavogi. Húsnæðið er við Fannborg 2 (1. hæð).
  • Leikja, - frístunda, - og íþróttanámskeið á sumrin eru ýmist á vegum frístundadeildar, íþróttafélaga bæjarins, tómstundafélaga og félagasamtaka með starfsemi í Kópavogi.

Reglur og verklag

Röskun vegna veðurs

Þegar Veðurstofa Ísland varar við slæmu veðri, þá er viðvörunarkerfi notað og mikilvægt að taka það alvarlega. Sérstaklega ef varað er við miklum stormi/vindi, úrhelli, snjókomu, frostregni og/eða ofsakulda. Þegar viðvaranir eru gefnar út gefa almannavarnir út leiðbeiningar eftir aðstæðum og viðvörunum Veðurstofu Íslands.
Sjá nánar um Óveður 

Sjá nánar viðvaranir í litum í samræmi við hættustig veðurs.

Tilmæli til foreldra/forráðamanna barna í skólum, frístunda – og íþróttastarfi.
Sjá nánar um Röskun á skólastarfi

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar hjá
deildarstjóri frístunda og deildarstjóri grunnskóladeildar 
 í síma 441 0000