Fréttir & tilkynningar

Smíðavellir eru við Smáraskóla, Dalsmára 1.

Smíðavellir í Kópavogi

Smíðanámskeið stendur börnum og ungmennum til boða í sumar. Á smíðavellinum fá þátttakendur verkfæri, efni og aðstoð við smíði smáhluta og við kofasmíði. Í lok hvers námskeiðs mega börnin fara heim með það sem þau smíða.
Frá setningu Símamótsins 2021. Mynd/Síminn.

Símamót í fertugasta sinn

Símamótið í fótbolta fer fram dagana 11. til 14. júlí. Símamótið var fyrst haldið 1985 og verður þetta því 40. mótið í röðinni.
Annar gæsluvallanna í sumar er Lækjarvöllur við Lækjarsmára.

Gæsluvellir opnir í sumar

Sumaropnun gæsluvalla í Kópavogi hófst í dag, þann 10. júlí. Tveir gæsluvellir verða reknir í bænum frá 10. júlí til 7. ágúst. Þeir eru Lækjarvöllur við Lækjarsmára og við leikskólann Sólhvörf v/ Álfkonuhvarf.
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri á ferðinni í leikskóla í Kópavogi.

Heimsótti alla leikskóla Kópavogs

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs lauk nýverið við að heimsækja alla leikskóla Kópavogs. Þegar hún tók við sem bæjarstjóri Kópavogs einsetti hún sér að heimsækja leikskóla í Kópavogi til að kynna sér starfsaðstæður og starfsumhverfi leikskólanna.
Kort sem sýnir umfang framkvæmda.

Heitavatnslaust á stóru svæði á höfuðborgarsvæðinu 19.-21. ágúst

Vegna tengingar á nýrri flutningsæð hitaveitu verður lokað fyrir heita vatnið í öllum Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Breiðholti og Norðlingaholti. Framkvæmdin er fyrsti hluti af lagningu Suðuræðar 2. English below.
Listafólk Skapandi Sumarstarfa 2024

Fjölbreyttir viðburðir Skapandi Sumarstarfa

Dagskrá Skapandi Sumarstarfa er afar fjölbreytt og metnaðarfull í sumar. Listhóparnir stóðu fyrir ýmsum viðburðum í og um bæinn í síðasta mánuði en dagskrá júlímánaðar er ekki síðri. Skapandi Sumarstörf í Kópavogi veita ungu listafólki á aldrinum 20-26 ára tækifæri til að vinna að eigin listsköpun og hefur það reynst mikilvægur stökkpallur fyrir margt af efnilegasta listafólki landsins. Í sumar eru starfrækt 11 spennandi og ólík verkefni en að baki þeim standa 26 ungt listafólk úr mismunandi listgreinum.
Rólan er staðsett á leiksvæði norðan við Dalsmára, austan við Sporthúsið.

Hjólastólaróla við Dalsmára

Hjólastólarólu hefur verið komið upp í Smárahverfi en rólan er ein af þeim verkefnum sem valin voru af íbúum í íbúalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogi síðast þegar kosið var í því, 2022. Rólan er staðsett á leiksvæði norðan við Dalsmára, austan við Sporthúsið.
Jónas Ingimundarson og Ásdís Kristjánsdóttir

Hittust til að ræði málefni Salarins

Jónas Ingimundarson píanóleikari og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs funduðu á dögunum og ræddu málefni Salarins, tónlistarhúss og sérstöðu hans.
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs og Einar Þorsteinsson borgarstjóri Reykjavíkur sóttu lan…

Landsmót hestamanna 2024

Landsmót hestamanna er haldið í Víðidal í ár en Landsmótið er einn stærsti íþróttaviðburður landsins. Mótið er nú haldið 25.sinn.
Velkomin verkefnið hefur verið starfrækt síðan 2018.

Velkomin í Kópavog

Í félagsmiðstöðinni Kjarnanum í Kópavogsskóla hefur samfélagsverkefnið Velkomin verið starfrækt síðan árið 2018. Verkefnið er ætlað börnum í Kópavogi á aldrinum 10-18 ára sem hafa fjölbreyttan tungumála- og menningarlegan bakgrunn og er námskeiðinu ætlað að efla andlega, félagslega og líkamlega heilsu barnanna.