- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Skólagarðar hafa verið reknir á vegum Kópavogsbæjar síðastliðin fimmtíu ár eða svo. Þeir eru ætlaðir börnum á aldrinum 6 til13 ára. Þar fá þau kartöfluútsæði, plöntur og fræ ásamt leiðsögn við ræktun algengustu matjurta. Uppskera skólagarðanna er eign barnanna hverju sinni. Kostnaður fyrir garðinn er 5.700 krónur.
Skólagarðar eru opnir frá byrjun júní fram í miðjan ágústmánuð.
Opnunartími þeirra er:
Mánudag til fimmtudags: 8:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00
Föstudaga: 8:00 til 12:00
Skólagarðarnir eru í umsjá Vinnuskólans í Kópavogi og eru skrifstofur opnar mánudaga til fimmtudaga frá 8:00 til 16:00 og föstudaga frá 8:00 til 14:00. Skrifstofurnar eru til húsa í Askalind 5 og opna ár hvert þann 10. maí og eru opnar til 31. ágúst.
Garðarnir eru þrír og eru þeir staðsettir á eftirtöldum stöðum:
Skráning í skólagarða fer fram að vori í gegnum í gegnum Sportabler. Þar geta foreldrar og forráðamenn skráð börn og birtist greiðsluseðill vegna garða í heimabanka.
Allar nánari upplýsingar gefur starfsfólk skólagarðanna í síma 441 9080
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin