Fyrsta skóflustunga að þriðja áfanga Arnarnesvegar var tekin miðvikudaginn 23. ágúst af innviðaráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssyni. Þriðji áfanginn er á milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar. Markmið framkvæmdanna er að auka umferðaröryggi, stytta ferðatíma og létta á umferð við Vatnsendaveg. Áætluð verklok eru haustið 2026.
Hamraborg Festival fer fram dagana 25. - 27. ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega þáttöku.
Reiknivél leikskólagjalda er nú aðgengileg á vef bæjarins. Hægt er að nota hana til þess að skoða hversu há leikskólagjöld eru miðað við dvalartíma barns.
Miðvikudaginn 23. ágúst frá kl. 18:30 til 00:30 er áætlað að loka Vatnsendavegi ef veður leyfir á milli hringtorga Breiða-/Álfkonuhvarfs og Akurhvarfs/Elliðahvammsvegar vegna malbikunar.