Fréttir & tilkynningar

Umsóknarfrestur um menningarstyrki er til 23.október.

Auglýst eftir umsóknum í lista- og menningarsjóð

Kópavogsbær auglýsir eftir umsóknum í lista- og menningarsjóð. Umsóknarfrestur er til 23. október.
Frá vinstriJakob Sindri Þórsson, sérfræðingur hjá Kópavogsbæ, Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdast…

98 hleðslustöðvar ON væntanlegar í Kópavog

Hleðslustöðvar Orku náttúrunnar við Hálsatorg í Hamraborg hafa verið teknar í notkun og eru þær fyrstu af 98 hleðslustöðvum á 14 stöðum í Kópavogsbæ sem verða sett upp í haust.
Össur Geirsson heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og Elísabet Berglind Sveinsdóttir formaður Lista- og…

Össur Geirsson er heiðurlistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs. Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti Össuri viðurkenningarskjal og blóm í tilefni dagsins. Vinir, samstarfsfólk og fjölskylda Össurar voru viðstödd athöfnina auk Skólahljómsveitarinnar sem lék nokkur lög sem hafa verið útsett af Össuri.
Réttindaskólaverkefnið er hluti af innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Vinnustofa um réttindaleikskóla

Vel heppnuð vinnustofa með leikskólum í Kópavogi og UNICEF fór fram í vikunni.
Bæjarstjórn fundar í Molanum, Hábraut 2.

Fundur bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Kópavogs fundar í dag og hefst fundur bæjarstjórnar kl. 16.00.
Breytingar á gatnamótun Túnbrekku og Álfhólsvegar.

Breytingar á gatnamótun Túnbrekku og Álfhólsvegar eru hafnar.

Breytingar á gatnamótun Túnbrekku og Álfhólsvegar eru hafnar til að tryggja öryggi vegfarenda og draga úr umferðarhraða á og við gatnamótin.
Á myndinni eru frá vinstri Bjarki Már Gunnarsson Kópavogsbæ, Atli Már Þorgrímsson og Lea Steinþórsd…

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, eigandi Jarðvals sem sér um jarðvegsvinnu í Vatnsendahvarfi, var Ásdísi innan handar við skóflustunguna sem tekin var með beltagröfu.
Frá setningu Íslensku sjávarútvegsýningarinnar: Bjarni Jónsson ráðgjafi, Ásdís Kristjánsdóttir bæja…

Íslenska sjávarútvegssýningin í 25 ár í Kópavogi

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs ávarpaði gesti við setningu Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, 18.september.
Kópavogsbær.

Styrkur vegna námskostnaðar, verkfæra og tækjakaupa

Kópavogsbær vekur athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 25. grein laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Brynja Hjálmsdóttir fékk Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2022.

Ljóðstafur Jóns úr Vör

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir til samkeppni um Ljóðstaf Jóns úr Vör. Öllum skáldum er velkomið að taka þátt en ljóðið má ekki hafa birst áður.