56. starfsári Vinnuskólans lokið

Sumarið gekk mjög vel fyrir sig og voru rúmlega 1.300 nemendur sem störfuðu hjá Vinnuskólanum þetta…
Sumarið gekk mjög vel fyrir sig og voru rúmlega 1.300 nemendur sem störfuðu hjá Vinnuskólanum þetta árið.

Þann 9. ágúst lauk starfi Vinnuskólans sumarið 2024. Þar með lauk 56. starfsári Vinnuskólans í Kópavogi. Sumarið gekk mjög vel fyrir sig og voru rúmlega 1.300 nemendur sem störfuðu hjá Vinnuskólanum þetta árið. Störfuðu nemendur ýmist við störf hjá stofnunum, félögum eða í garðvinnu allt eftir aldri og áhugasviði.

 

Á facebook síðu Vinnuskóla Kópavogs er hægt að sjá myndir af afrakstri sumarsins sem flokkstjórar skjalfestu reglulega. Hér er t.d. mynd af beði áður en Vinnuskólinn hófst handa.

 

 

Hér má svo sjá afraksturinn.

 

 

Opnað verður fyrir umsóknir um starf næsta sumar þann 1. apríl 2025.

 

Við minnum á að nemendur sem unnu dagana 10. júlí til 9. ágúst fá greitt þann 22. ágúst. Við þökkum fyrir samstarfið í ár og hlökkum til að sjá ykkur næsta sumar.