Hamraborg Festival 29. ágúst til 5. september 2024

Hamraborg Festival er lifandi listahátíð í hjarta Kópavogs.
Hamraborg Festival er lifandi listahátíð í hjarta Kópavogs.

Lista- og menningarhátíðin Hamraborg Festival verður haldin dagana 29. ágúst til 5. september 2024 en þetta er í fjórða skipti sem hátíðin er haldin. Standandi sýningar verða opnar í viku en gjörningar, tónleikar og vinnusmiðjur verða frá föstudegi til sunnudags.

 

Hamraborg Festival er lifandi listahátíð í hjarta Kópavogs. Hátíðin er haldin ár hvert í lok ágúst og markar þar með enda sumarsins með vikulöngum fögnuði lista og menningar í Hamraborg. Allar sýningar og viðburðir hátíðarinnar fara fram innan veggja menningarhúsa, almenningsrýma, kaffihúsa, verslana og vinnustaða Hamraborgar.

 

Allir viðburðir hátíðarinnar eru gjaldfrjálsir og opnir öllum. Meðal viðburða eru myndlistarsýningar, gjörningar, tískusýningar, ljóðalestur, sýning á verkum eftir hinsegin listafólk, vinnustofur, þátttökuverk og sýningar sérstaklega hannaðar fyrir börn og fjölskyldur.

 

Í ár mun Hamraborg Festival sameina raddir listamanna og fagna samvinnu, samveru og sameiginlegu dreymi. Formleg setning hátíðarinnar verður föstudag 30. ágúst kl. 16.30 í hátíðartjaldinu sem verður staðsett á Hálsatorgi. Dagskrá með upplýsingum um alla listamenn og viðburði verður gerð aðgengileg þegar nær dregur að hátíðinni.

 

Hamraborg Festival 2024 er haldið með stuðningi frá MEKÓ - Menning í Kópavogi, Myndlistarsjóði og Barnamenningarsjóði.

 

Lesa meira á vefsíðu Hamraborg Festival