Um sextíu nemendur, fimmtíu flytjendur, tuttugu kennarar og um þrjátíu aðrir gestir taka þátt í Kammer-tónlistarhátíð unga fólksins sem stendur yfir dagana 7. til 17. ágúst í menningarstofnunum Kópavogs og víðar.
Í Kópavogi er fjölbreytt menningarlíf á Borgarholtinu. Þar er Salurinn, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Bókasafn Kópavogs, Molinn, ungmennahús og Tónlistarsafn Íslands.