- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Kópavogsbúar og aðrir gestir hafa notið sólarinnar í sundlaugum Kópavogs, Kópavogslaug og Salalaug í dag. Aðsókn það sem af er degi hefur verið mjög góð. Sundlaugargestir eru í góðu skapi og greinilega ánægðir með að sólin skyldi loksins skína. Sundlaugarnar eru opnar frá kl. 6:30 til kl. 22:00 á virkum dögum.
Um helgar eru laugarnar opnar frá kl. 8:00 til 20:00.
Frá starfsmönnum sundlauganna fengust þær fréttir í dag að margir lægju í sólbaði en yngsta kynslóðin léki sér í barnalaugunum með tilheyrandi fjöri.
Ekki væri annað að sjá en að allir nytu sumarsins og sólarinnar.