Fréttir & tilkynningar

Bókasafn Kópavogs

Fjallað um ábyrgð í Bókasafni Kópavogs

Erindaröð um ábyrgð verður haldin á Bókasafni Kópavogs vikulega á fimmtudögum í febrúar og mars. Fjórir þekktir einstaklingar greina frá viðhorfi sínu til efnisins. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Ármann Kr. Ólafsson

Ármann Kr. Ólafsson nýr bæjarstjóri

Ármann Kr. Ólafsson var á fundi bæjarstjórnar í kvöld kjörinn bæjarstjóri Kópavogs. Nýr meirihluti sjálfstæðismanna, framsóknarmanna og Y-Lista Kópavogsbúa tók á þeim sama fundi við stjórnartaumunum í bænum.
Fjölmargir lögðu leið sína á menningarholtið í Kópavogi á Safnanótt.

Góð aðsókn að Safnanótt

Góð aðsókn var á Safnanótt í Kópavogi á föstudagskvöld en fimm söfn á menningarholti bæjarsins buðu afar fjölbreytta dagskrá. Safnanótt er samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en tilgangurinn er að vekja athygli á því mikla starfi sem fram fer í söfnum á svæðinu.
Jenna Katrín og Aron Daði flytja sigurlagið

Keppa fyrir hönd MK

Urpið, söngkeppni NMK (nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi) fór fram, í Salnum 8. febrúar sl. Margir efnilegir söngvarar stigu á stokk en Aron Daði Þórisson og Jenna Katrín Kristjánsdóttir báru sigur úr býtum og keppa fyrir hönd MK í Söngkeppni framhaldsskólanna, á Akureyri í apríl.

Málefnasamningur 2010

Málefnasamningur um meirihlutasamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Y-Lista Kópavogsbúa hefur nú verið samþykktur. Í honum er tekið fram að hann sé grundvallaður á stefnuskrám flokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2010 en hann taki jafnframt mið af því að hann sé gerður á miðju kjörtímabili.

Þrír flokkar mynda nýjan meirihluta í Kópavogi

Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Y-Lista Kópavogsbúa hafa myndað nýjan meirihluta í Kópavogi, undirritað málefnasamning og samkomulag um skiptingu embætta. Bæjarstjóraskipti fara fram á bæjarstjórnarfundi nk. þriðjudag, 14. febrúar og á sama tíma tekur nýi meirihlutinn formlega við.
Gestir og gangandi fá hlýjar móttökur

Fjölbreytt dagskrá á Safnanótt í Kópavogi

Vélaballett, rússneskur barnakór, erindi um myrk öfl og herkænskuleikur er meðal þess sem verður í boði á Safnanótt í Kópavogi, föstudagskvöldið 10. febrúar. Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Bókasafn Kópavogs, Tónlistarsafn Íslands og ungmennahúsið Molinn verða með fjölbreytta dagskrá fyrir gesti og gangandi frá kl. 19:00 til 24:00. Allir eru velkomnir og frítt er á alla viðburði.
Anna Birna Snæbjörnsdóttir og Sesselja Hauksdóttir ásamt leikskólabörnum frá leikskólanum Marbakka.

Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í dag

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í dag, 6. febrúar, og af því tilefni færðu leikskólabörn úr Marbakka þeim Sesselju Hauksdóttur, deildarstjóra leikskóladeildar Kópavogsbæjar, og Önnur Birnu Snæbjörnsdóttur, sviðsstjóra menntasviðs plakat með upplýsingum um leikskólastarfið.
Leikskólabörn í Kópavogi

Samstarfssamningur um rannsóknir í leikskólum

Bæjarstjórarnir í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi undirrituðu þann 25. janúar samstarfssamning við Rannsóknarstofu í menntunarfræðum um rannsóknarverkefni í leikskólum. Markmið samstarfsins er að auka þekkingu á leikskólastarfi í sveitarfélögunum og stuðla að auknum gæðum í leikskólastarfi.
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, Sv…

Friðlýsing Skerjafjarðar öðlast lagagildi

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur staðfest friðlýsingu hluta Skerjafjarðar innan bæjarmarka Kópavogs með fjörum ásamt grunnsævi en með undirskrift ráðherrans öðlast friðlýsingin lagagildi. Þá hafa fulltrúar Kópavogsbæjar, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Umhverfisstofnunar gert með sér samning um umsjón og rekstur hins friðlýsta svæðis.