- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Í Kópavogi er fjölbreytt menningarlíf á Borgarholtinu. Þar er Salurinn, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Bókasafn Kópavogs, Molinn, ungmennahús og Tónlistarsafn Íslands. Í göngufæri er svo héraðsskjalasafn bæjarins. Ekki má heldur gleyma Kópavogskirkju en byggingin er eitt helsta tákn bæjarfélagsins.
Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í menningarhúsunum. Að meðaltali eru til dæmis tvennir tónleikar haldnir í Salnum í viku hverri og í Gerðarsafni eru á hverju ári haldnar um 20 sýningar af fjölbreyttu tagi, innlendar sem erlendar.
Í náttúrufræðistofu er eina náttúrugripasafn höfuðborgarsvæðisins sem er opið almenningi og í bókasafninu eru bækur um allt milli himins og jarðar. Tónlistarsafnið heldur utan um íslenska tónlistarsögu og í héraðsskjalasafninu eru oft fróðlegar sýniningar um sögu bæjarins.
Að lokum má nefna Molann, ungmennahúsið, sem tekur vel á móti öllum þeim ungmennum sem vilja njóta þesss að vera í jákvæði og vímulausu umhverfi.