Fréttir & tilkynningar

Menningarhúsin í Kópavogi.

Ný menningarstefna í Kópavogsbæ

Ný menningarstefna Kópavogsbæjar var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 12. maí. Stefnan nær til alls lista- og menningarstarfs á vegum bæjarins og þar með til menningarhúsanna: Salarins, Gerðarsafns, Bókasafns Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Héraðsskjalasafns Kópavogs og Tónlistarsafns Íslands. Stefnan var unnin í víðtæku samráði við flesta sem hafa með einum eða öðrum hætti komið að lista- og menningarstarfi í bænum undanfarin ár.
Saga Garðas og Kópavogskonur með uppistand í salnum

Saga Garðars og Konubörn á Kóp City Bitch

Steiney Skúladóttir heldur utan um skemmtidagskrá í forsal Salarins, tónlistarhúsi Kópavogs, næstkomandi laugardag kl. 18:30 á Menningarhátíð í Kópavogi. Steiney hefur fengið til liðs við sig hóp hæfileikafólks en meðal þeirra sem koma fram verða Saga Garðars og Karólína Jóhannsdóttir sigurvegari Söngkeppni framhaldsskólanna. Þá munu stelpurnar úr Konubörn stíga á stokk og flytja atriði. Kóp City Bitch er hluti af Menningarhátíð í Kópavogi en menningarhús Kópavogs við Hamraborgina, Safnaðarheimili Kópavogskirkju og gallerí listamanna víða um bæ munu iða af lífi og menningu laugardaginn 16. maí. Dagskrá verður í menningarhúsum bæjarins á milli kl. 11 og 20.
Leikskólabörn og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri á sextugsafmæli bæjarins 11. maí, 2015.

Sungu til heiðurs Kópavogi

Leikskólabörn úr Kópavogi hittust á Hálsatorgi við Hamraborg í morgun klukkan tíu og sungu Kópavogsbraginn Hér á ég heima og afmælissönginn í tilefni sextugsafmælis Kópavogs .
Helgi Pétursson og Saga Garðarsdóttir eru kynnar á afmælistónleikum Kópavogs í Kórnum 10. maí.

Ókeypis í Kópavogsstrætó í tilefni tónleika

Gestir á leið á tónleika í tilefni stórafmælis Kópavogs sunnudaginn 10. maí eru hvattir til að skilja bíla eftir heima eða á bílastæðinu í Smáralind og taka strætó sem ekur um Kópavog í tilefni dagsins. Ókeypis er í strætóinn sem gengur á tíu mínútna fresti frá Hamraborg í Kórinn með viðkomu í Smáralind.
Dr. Gunni, Erpur og Salka Sól koma öll fram á afmælistónleikum Kópavogs 2015.

Afmælishátíð í Kópavogi

Stórtónleikar í Kórnum, sundlaugafjör, afmæliskaka, handverkssýning, sýning leikskólabarna, málþing og sögusýning er meðal þess sem boðið er upp á í tilefni sextugsafmælis Kópavogs. Tónleikarnir eru viðamesti viðburðurinn sem haldinn er í tengslum við afmæli bæjarins en þeir verða haldnir sunnudaginn 10. maí. Kópavogsbúum og öllum velunnurum bæjarins er boðið á tónleikana, aðgangur er ókeypis.
Frá göngu gegn einelti sem haldin var í skólum í Kópavogi í nóvember 2014.

Þarf jafnara jafnrétti?

Jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogs efnir til afmælismálþings miðvikudaginn 6. maí klukkan 13 til 16.30. Málþingið er haldið í Salnum í Kópavogi. Karlar og femínismi, forréttindi og hversdagsleiki er meðal þess sem rætt verður á málþinginu þar sem rýnt er í jafnréttismál í samtímanum frá breiðu sjónarhorni. Þá verður ný jafnréttis- og mannréttindastefna bæjarins kynnt en hún var samþykkt í bæjarstjórn í liðinni viku. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, setur málþingið opnar sýningu um frumkvöðla á meðal kvenna í Kópavogi í anddyri Salarins. Sýningin er sett upp að tilstuðlan afmælisnefndar Kópavogsbæjar í tilefni 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna.
Gerðarsafn

Ný listahátíð í Kópavogi í sumar

Kópavogsbær tekur þátt í nýrri alþjóðlegri listahátíð, Cycle Music and Art Festival, sem fram fer í Kópavogi dagana 13. til 16. ágúst. Hátíðin fer aðallega fram í Hamraborg, Salnum og Gerðarsafni auk þess sem óhefðbundnar staðsetningar og almenningsrými verða notuð fyrir tónleika, uppákomur og innsetningar. Áhersla verður lögð á samtímatónlist í samvinnu við önnur listform, svo sem gjörningalist, myndlist, hljóðlist og arkitektúr.
Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

Jafnréttis- og mannréttindastefna samþykkt

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma á fundi sínum 28. maí jafnréttis- og mannréttindastefnu fyrir bæinn sem gildir til ársins 2018. Stefnan nær til allra þátta í starfsemi bæjarins, bæinn sem vinnustað og þjónustuaðila. Þetta er í fyrsta sinn sem bærinn setur sér mannréttindastefnu en fjórða sinn sem sett er stefna í jafnréttismálum.Til þess að kynna stefnuna og fagna þeim áfanga að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarrétt ætlar jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogs að efna til afmælismálþings í Salnum í Kópavogi þann 6. maí frá kl. 13 til 16:30.
Menningarhúsin í Kópavogi.

Menningardagur í Kópavogi 16. maí

Menningarhús Kópavogs við Hamraborgina, Safnaðarheimili Kópavogskirkju og gallerí listamanna víða um bæ munu iða af lífi og menningu laugardaginn 16. maí en þá verður haldinn Menningardagur í Kópavogi. Kópavogsbúar og aðrir gestir eru hjartanlega velkomnir en frítt er inn á alla viðburði. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Í Gerðarsafni verður videó- og tónlistargjörningur, í Safnaðarheimili Kópavogskirkju verða umræður um uppbyggingu Kópavogskirkju og steinda glugga Gerðar og í Salnum verður dagskráin: Kóp City Bitch, undir stjórn hinnar stórskemmtilegu Steineyjar Skúladóttur, en einnig koma m.a. við sögu Saga Garðars og Konubörn.
Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

Ársreikningur Kópavogs 2014

Stöðugleiki í efnahagslífi og lítil verðbólga vegur að mestu leyti upp aukin útgjöld Kópavogsbæjar vegna launahækkana. Afkoma bæjarins fyrir árið 2014 er því í samræmi við fjárhagsáætlun þó að sveiflur séu á milli einstakra liða.