13.05.2015
Ný menningarstefna í Kópavogsbæ
Ný menningarstefna Kópavogsbæjar var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 12. maí. Stefnan nær til alls lista- og menningarstarfs á vegum bæjarins og þar með til menningarhúsanna: Salarins, Gerðarsafns, Bókasafns Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Héraðsskjalasafns Kópavogs og Tónlistarsafns Íslands. Stefnan var unnin í víðtæku samráði við flesta sem hafa með einum eða öðrum hætti komið að lista- og menningarstarfi í bænum undanfarin ár.