- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Menningarhús Kópavogs við Hamraborgina, Safnaðarheimili Kópavogskirkju og gallerí listamanna víða um bæ munu iða af lífi og menningu laugardaginn 16. maí en þá verður haldinn Menningardagur í Kópavogi. Kópavogsbúar og aðrir gestir eru hjartanlega velkomnir en frítt er inn á alla viðburði. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Í Gerðarsafni verður videó- og tónlistargjörningur, í Safnaðarheimili Kópavogskirkju verða umræður um uppbyggingu Kópavogskirkju og steinda glugga Gerðar og í Salnum verður dagskráin: Kóp City Bitch, undir stjórn hinnar stórskemmtilegu Steineyjar Skúladóttur, en einnig koma m.a. við sögu Saga Garðars og Konubörn.
Í Bókasafni Kópavogs verður sögustund fyrir yngstu börnin en einnig mun Hjálmar Hjálmarsson leikari flytja gamansögur úr Kópavogi og úti á túni munu Kópavogsskáld flytja ljóð. Nýuppstoppaðir fuglar verða afhjúpaðir í Náttúrufræðistofu Kópavogs og tónlistargjörningur fer fram í Tónlistarsafni Íslands. Þá stendur Héraðsskjalasafn Kópavogs og Sögufélag Kópavogs saman að fræðslugöngu um vöggu Kópavogs, Marbakkasvæðið.
Listamenn í Myndlistafélagi Kópavogs taka einnig þátt í Menningardeginum og verða með opin hús víða um bæ. Samsýning verður opnuð að Auðbrekku 28-30, 3.hæð. En auk þess verða vinnustofur opnar upp á gátt að Auðbrekku 4, 6 og 28. Einnig tekur Gallerý Dalvegi 16C á móti gestum með opnum örmum. Til að komast á milli staða mun Myndlistafélagið bjóða rútuferðir og stoppar hún á hálftíma fresti við Gerðarsafn, Anarkía listasal og vinnustofu Bjarna Sigurbjörnssonar og Ragnheiðar Guðmundsdóttur, Kársnesbraut 102.