- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Stórtónleikar í Kórnum, sundlaugafjör, afmæliskaka, handverkssýning, sýning leikskólabarna, málþing og sögusýning er meðal þess sem boðið er upp á í tilefni sextugsafmælis Kópavogs. Tónleikarnir eru viðamesti viðburðurinn sem haldinn er í tengslum við afmæli bæjarins en þeir verða haldnir sunnudaginn 10. maí. Kópavogsbúum og öllum velunnurum bæjarins er boðið á tónleikana, aðgangur er ókeypis.
Á tónleikunum koma fram 600 manns sem allir eiga það sameiginlegt að vera Kópavogsbúar eða eiga rætur sínar að rekja í Kópavog.
Á þeim verður saga bæjarins og saga íslenskrar dægurtónlistar fléttuð saman með skemmtilegum hætti. Flutt verða íslensk lög úr ýmsum áttum í fjölskylduvænni dagskrá.
Stórtónleikar í Kórnum, sundlaugafjör, afmæliskaka, handverkssýning, sýning leikskólabarna, málþing og sögusýning er meðal þess sem boðið er upp á í tilefni sextugsafmælis Kópavogs.
Tónleikarnir eru viðamesti viðburðurinn sem haldinn er í tengslum við afmæli bæjarins en þeir verða haldnir sunnudaginn 10. maí. Kópavogsbúum og öllum velunnurum bæjarins er boðið á tónleikana, aðgangur er ókeypis.
Á tónleikunum koma fram 600 manns sem allir eiga það sameiginlegt að vera Kópavogsbúar eða eiga rætur sínar að rekja í Kópavog. Á þeim verður saga bæjarins og saga íslenskrar dægurtónlistar fléttuð saman með skemmtilegum hætti. Flutt verða íslensk lög úr ýmsum áttum í fjölskylduvænni dagskrá. Meðal þeirra sem koma fram eru Ríó tríó, Salka Sól, Erpur, sameinaður barnakór sem 400 börn úr Kópavogi skipa, Guðrún Gunnars, Stebbi Hilmars og fleiri. Kynnar eru Kópavogsbúinn Helgi Pétursson og Reykvíkingurinn Saga Garðarsdóttir.
Þá er fylgir viðburðalisti hér:
Viðburðir í Kópavogi í afmælisviku:
Miðvikudagurinn 6. maí: Málþing jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs haldið í tilefni 40 ára afmælis nefndarinnar og 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Málþingið fer fram frá 13 til 16. Á málþinginu verður ný jafnréttis- og mannréttindastefna Kópavogs kynnt. Málþingið fer fram í Salnum í Kópavogi. Við sama tækifæri opnar Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri sýninguna: Þær ruddu brautina, en hún fjallar um frumkvöðla úr hópi kvenna í Kópavogi. Sýningin sett er upp að tilstuðlan afmælisnefndar Kópavogs í tilefni af afmæli bæjarins og 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna.
Fimmtudagurinn 7.maí: Fyrirtæki í Kópavogi taka þátt í afmæli bæjarins með tilboðum og fjöri. Götugleði verður á Nýbýlavegi og opið til níu og sömu sögu er að segja með fyrirtæki í Hamraborginni. Fyrirtæki í Skemmu- og á Smiðjuvegi verða með heitt á könnunni allan fimmtudaginn.
Föstudagurinn 8. maí: Afmælisútgáfu Miðjunnar dreift í hús á höfuðborgarsvæðinu. Í blaðinu sem að þessu sinni er gefið út af Kópavogi og Markaðsstofu Kópavogs er fjallað um fólk og fyrirtæki í Kópavogi frá breiðu sjónarhorni.
Afmælisfjör í skólum Kópavogs og þá halda unglingar í bænum hina árlegu félagsmiðstöðvahátíð.
Laugardaginn 9. maí: Boðið upp á ís, kaffi og súkkulaði í sundlaugum Kópavogs frá klukkan 11.
Handverkssýning eldri borgara verður haldin í félagsmiðstöðvum eldri borgara, Gjábakka, Gullsmára og Boðaþingi frá 13-17. Handverkssýningin er bæði 9 og 10 maí.
Afmæliskaka og fjör í Smáralind: Frá 14 til 16 býður Kópavogsbær upp á afmælisköku í Smáralind. Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar taka á móti gestum og gangandi, kaffi og drykkir í boði auk glæsilegrar köku. Í Smáralind verða töfrahetjurnar Einar Mikael og Viktoría á ferðinni, frí andlitsmálning fyrir krakka og blöðrulistamenn. Þá verða tilboð í verslunum.
Sunnudagurinn 10. maí: Þríkó, þríþrautarkeppni Kópavogs fer fram í Vesturbæ Kópavogs. Keppnin hefst 8.30, keppt í fjölmörgum flokkum, þar á meðan fjölskyldu- og barnaþraut.
Reiðsýning hestamannafélagsins Spretts hefst klukkan tvö en að henni lokinni verður verður teymt undir krökkum.
Stórtónleikar á stórafmæli haldnir í Kórnum í Kópavogi: Húsið opnar klukkan 15. Krökkum er boðið upp á hoppukastala og inni í Kórnum verður gömlum myndum úr Kópavogi varpað á skjái. Veitingasala á vegum HK. Tónleikarnir hefjast klukkan 16.
Gestir eru hvattir til að taka strætó á tónleikana en í tilefni dagsins verður afmælisstrætó á ferðinni sem ekur frá Hamraborg, um Smáralind og þaðan sem leið liggur upp í Kór.
Á tónleikunum koma fram 600 manns sem allir eiga það sameiginlegt að vera Kópavogsbúar eða eiga rætur sínar að rekja í Kópavog. Meðal þeirra eru Ríó tríó ásamt Snorra Helgasyni, Erpur Eyvindarson, Dr. Gunni, Salka Sól Eyfeld, Sigtryggur Baldursson, Fræbblarnir, Sigga Beinteins, Stefán Hilmarsson, Eyþór Ingi, Guðrún Gunnarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson auk stórhljómsveitar undir stjórn Þóris Úlfarssonar. Þá stýrir Þórunn Björnsdóttir sameinuðum barnakór barna í Kópavogi og Össur Geirsson kemur fram með Skólahljómsveit Kópavogs en Þórunn og Össur leika lykilhlutverk í tónlistaruppeldi fjölmargra Kópavogsbúa. Einnig flytja sameinaðir kórar bæjarins lag og Gerpla kemur fram í stórbrotnu atriði.
Á tónleikunum verða saga bæjarins og saga íslenskrar dægurtónlistar fléttuð saman með skemmtilegum hætti. Flutt verða íslensk lög úr ýmsum áttum í fjölskylduvænni dagskrá. Kynnar tónleikanna verða tengdafeðginin Helgi Pétursson og Saga Garðarsdóttir. Saga er Reykvíkingur í húð og hár og hún mun rýna í Kópavog með glöggu gestsauga en Helgi lumar á mörgum skemmtilegum sögum úr Kópavogi þegar bærinn var að slíta barnsskónum.
Mánudagurinn 11.maí: Afmælisdagur Kópavogs. Sýning leikskólabarna í Kópavogi opnar á Hálsatorgi í Kópavogi.
Þess má svo geta að allan maímánuð er mikið um að vera í Kópavogi. Þann 16. maí verður menningardagur í menningarhúsum Kópavogs. Þann 19. maí verður morgunverðarfundur með bæjarstjóra um fjárfestingu og uppbyggingu í Kópavogi. Loks má þess geta að vikuna 26-30. maí verður barnamenningarhátíð Kópavogs, Ormadagar.