- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Leikskólabörn úr Kópavogi hittust á Hálsatorgi við Hamraborg í morgun klukkan tíu og sungu Kópavogsbraginn Hér á ég heima og afmælissönginn í tilefni sextugsafmælis Kópavogs . Við sama tækifæri opnaði sýning á verkum leikskólabarna en sýningin er afrakstur verkefnis um sjálfbærni og vísindi sem leikskólar í Kópavogi hafa unnið að í vetur. Þá færðu börnin á leikskólanum Álfaheiði Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra mynd sem þau gerðu í vetur.
Þess má geta að lagið „Hér á ég heima“ sigur út býtum í samkeppni um Kópavogslagið sem haldin var fyrir tíu árum, á fimmtíu ára afmæli bæjarins. Lagið samdi Þóra Marteinsdóttir en textann gerði Anna Steinunn Sigurjónsdóttir.
Allan maímánuð er mikið um að vera í Kópavogi. Í dag eru opin hús nokkrum í leikskólum og skólarnir eru í afmælisskapi. Þá er þann 16. maí menningardagur í menningarhúsum Kópavogs og 19. maí verður morgunverðarfundur með bæjarstjóra um fjárfestingu og uppbyggingu í Kópavogi. Vikuna 26-30. maí verður svo haldin barnamenningarhátíð Kópavogs, Ormadagar.
Nánari upplýsingar www.kopavogur.is.