Fréttir & tilkynningar

Stuttmyndir í Sundlaug Kópavogs í tengslum við RIFF, kvikmyndahátíð.

RIFF verður aftur í Kópavogi

RIFF kvikmyndahátíðin verður aftur í Kópavogi í haust en lista- og menningarráð bæjarins hefur ákveðið að styrkja hátíðina um 3,5 milljónir króna. Dagskráin í Kópavogi verður kynnt er nær dregur en sérviðburðir verða eins og í fyrra í menningarhúsum bæjarins. Stefnt er á að hafa viðburði meðal annars í Gerðarsafni, Salnum, Bókasafni Kópavogs og Molanum.
Afhending endurskoðaðra árganganámskrrár 2015. Á myndinni er nefndin sem vann að endurskoðuninni me…

Leikskólanámskrár endurskoðaðar

Árganganámskrár leikskólanna í Kópavogi hafa verið endurskoðaðar og var ný útgáfa námskránna kynnt leikskólastjórum bæjarins í vikunni. Við sama tækifæri afhenti nefndin sem vann að endurskoðuninni bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, eintak af námskránum. Árganganámskrárnar lýsa starfi árganganna í leikskólum bæjarins.
17. júní 2014,

Kópavogsbúum fjölgar mest

Kópavogsbúum fjölgaði um tæplega 900 á síðasta ári og voru 33.205 talsins í ársbyrjun 2015. Landsmönnum fjölgaði um 3.429 á síðasta ári og varð mesta fjölgunin í Kópavogi íbúaþróun er skoðuð eftir sveitarfélögum. Kópavogur er sem fyrr næststærsta sveitarfélag landsins en þar búa nú 10% landsmanna sem alls voru 329.100 þann 1. janúar 2015 samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar.
Áhugasamir nemendur á jafnréttisviku MK 2015.

Vel heppnuð jafnréttisvika

Jafnréttisvika MK var haldin í níunda sinn vikuna 2. Til 5. mars. Dagskrá jafnréttisvikunnar, sem styrkt er af jafnréttisráði Kópavogs, var fjölbreytt og vel sótt af nemendum og kennurum. Meðal þess sem boðið var upp á voru fyrirlestrar um ýmis mál sem tengjast jafnrétti, sýning heimildamynda en vikunni lauk með heimsókn uppistandara. Dagskráin fór fram í matsal MK og var bekkurinn þétt setinn á öllum viðburðum.
Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

Endurskoðaðar siðareglur samþykktar

Siðareglur (PDF skjal) kjörinna fulltrúa í Kópavogsbæ hafa verið endurskoðaðar og breytingar samþykktar af bæjarstjórn. Endurskoðun reglanna var á hendi forsætisnefndar en þær voru samþykktar einróma á fundi bæjarstjórnar 27. janúar síðastliðinn. Reglurnar voru lagðar fram til undirritunar á fundi bæjarstjórnar 24. febrúar að fenginni staðfestingu innanríkisráðuneytisins.
Austurkór 3 í Kópavogi.

Nýtt húsnæði fyrir fatlaða í Kópavogi

Velferðasviði Kópavogsbæjar voru í dag afhentir lyklar að Austurkór 3 sem er íbúðakjarni fyrir fatlaða. Í Austurkór eru sex íbúðir ásamt aðstöðu fyrir starfsmenn sem veita íbúum þjónustu allan sólarhringinn. Þá hefur verið lokið þeim tíu íbúðum sem samþykkt var að reisa árið 2012 en framkvæmdir eru hafnar við fjórar nýjar þjónustuíbúðir sem afhentar verða um mitt næsta ár.
Leiðsögn um sýninguna Stúdíó Gerðar í Gerðarsafni.

Yfir sex hundruð nemendur í Gerðarsafn

Alls 625 nemendur, aðallega úr leik- og grunnskólum Kópavogs, tóku þátt í nýrri fræðslu- og upplifunarsýningu í Gerðarsafni í byrjun árs, Stúdíó Gerðar. Tilgangur sýningarinnar er að efla safnafræðslu í Kópavogi með áherslu á sköpun og ímyndunarafl þátttakenda. Listamaðurinn Guðrún Benónýsdóttir var hugmyndasmiður sýningarinnar í samstarfi við listrænan stjórnanda Gerðarsafns, Kristínu Dagmar Jóhannesdóttur.
Frá afhendingu Orðsporsins 2015, frá vinstri Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs, S…

Kópavogsbær fær Orðsporið

Kópavogsbær fékk Orðsporið 2015 fyrir aðgerðir til að fjölga leikskólakennurum á leikskólum bæjarins. Orðsporið eru hvatningarverðlaun sem veitt eru þeim sem þykir hafa skarað fram úr í að efla orðspor leikskólastarfs í landinu og hafa unnið ötullega í þágu leikskólastarfs og leikskólabarna. Auk Kópavogs fékk sveitarfélagið Ölfuss viðurkenningu.
Leiðsögn um sýninguna Stúdíó Gerðar í Gerðarsafni.

Safna- og sundlauganótt í Kópavogi

Safnanótt í Kópavogi hefur aldrei verið eins fjölbreytt og áhugaverð og í ár. Dagskráin fer fram í menningarhúsum bæjarins föstudaginn 6. febrúar á menningarholtinu, þar sem eru meðal annars Salurinn, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs og Bókasafn Kópavogs. Dagskráin í húsunum hefst kl. 19:00 og stendur yfir til miðnættis. Aðgangur er ókeypis. Daginn eftir verður sundlaugarnótt haldin í fyrsta sinn í Kópavogi en þá verður Sundlaug Kópavogs opin til miðnættis.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Guðmundur Oddsson, formaður GKG og Gunnar Einarsson, bæj…

Samningur um Íþróttamiðstöð GKG

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs, Guðmundur Oddsson formaður GKG og Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar undirrituðu samning um byggingu Íþróttamiðstöðvar GKG í dag. Undirritunin fór fram í bæjarstjórnarsal Kópavogs. Framkvæmdir við Íþróttamiðstöðina hefjast í febrúar og eru áætluð verklok í mars 2016.