Fréttir & tilkynningar

Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

Nýtt húsnæði fyrir bæjarskrifstofur Kópavogs

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma að kaupa Digranesveg eitt fyrir stjórnsýslu Kópavogs á fundi sínum 22. mars. Kaupverð eru 585 milljónir króna. Bæjarstjórn samþykkti við sama tækifæri að innrétta Hressingarhælið við Kópavogstún fyrir fundi bæjarstjórnar og móttökur.
Safnanótt 2016

Metþátttaka á Vetrarhátíð 2016

Alls sóttu tæplega 45.000 gestir viðburði á síðustu Vetrarhátíð sem fór fram dagana 4. – 7. febrúar og eru það þriðjungi fleiri gestir en á síðasta ári og ein besta þátttaka á hátíðinni frá upphafi en þetta er í 14. skipti sem hún var haldin. Hátíðin fór fram í öllum sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og stóð í fjóra daga. Í menningarhúsunum í Kópavogi og sundlaugum Kópavogs var boðið upp á fjölbreytta dagskrá á Safna- og sundlauganótt.
Frá undirritun samstarfssamnings sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um markaðssetningu undir einu v…

Markaðsetja höfuðborgarsvæðið sem heild

Vörumerkið Reykjavík Loves verður notað til að markaðssetja höfuðborgarsvæðið í heild til erlendra ferðamanna samkvæmt samstarfssamningi sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og bæjarstjórar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þau Ármann Kr. Ólafsson í Kópavogi, Haraldur L. Haraldsson í Hafnarfirði, Gunnar Einarsson í Garðabæ, Haraldur Sverrisson í Mosfellsbæ og Ásgerður Halldórsdóttir á Seltjarnarnesi skrifuðu undir í dag.
Gerðarsafn og Salurinn eru á meðal menningarhúsa Kópavogsbæjar.

Vettvangur fyrir ungt listafólk

Fjölmargir nýir áfangar litu dagsins ljós í menningarstarfi á vegum Kópavogsbæjar 2015. Má nefna nýja tónlistarhátíð CYCLE, Music and Art festival, sem var tilnefnt til tveggja menningarverðlauna á árinu.
Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

Dekkjakurl á sparkvöllum fjarlægt

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma á fundi sínum síðdegis að lokið verði við að skipta út gúmmíkurli úr dekkjum á sparkvöllum við grunnskóla bæjarins á árinu.
Sigrún Eva við störf í Yndisgarðinum í Fossvogsdal í Kópavogi sumarið 2014.

Fjölbreytt sumarstörf hjá Kópavogsbæ

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf fyrir átján ára og eldri hjá Kópavogsbæ. Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi eigi lögheimili í Kópavogi og sé fæddur 1998 eða fyrr. Tekið verður við umsóknum til 4. apríl og er stefnt að því að öllum umsækjendum verði svarað í byrjun maí.
Leikskólastjórar í Kópavogi, starfsmenn menntasviðs og Barnaheilla með nýtt námsefni í Vináttuverke…

Vináttuverkefni tekið í notkun

Vináttuverkefni Barnaheilla var formlega tekið í notkun með athöfn á leikskólanum Kópahvoli á dögunum. Verkefninu hefur verið tekið opnum örmum í Kópavogsbæ en öllum leikskólum bæjarins boðin þátttaka í því þegar þróunarvinnu var lokið.
Kort sem sýnir uppbyggingarsvæði í Kópavogi.

1300 íbúðir rísa á næstu árum

Í Kópavogi eru yfir 500 íbúðir í byggingu og verða yfir 120 þeirra tilbúnar næsta hálfa árið. Flestar þessarar íbúða eru í fjölbýlishúsum sem eru staðsett allt frá Kársnesi upp í efri byggðir Kópavogs. Gert er ráð fyrir að á næstu fjórum árum rísi um það bil 1300 íbúðir í Kópavogi, af öllum stærðum og gerðum.
Gerðarsafn og Salurinn eru á meðal menningarhúsa Kópavogsbæjar.

Vetrarfríið í menningarhúsum Kópavogs

Dagana 25.-26. febrúar verður vetrarfrí í skólum í Kópavogi. Í tilefni þess verður mikið um að vera í menningarhúsunum við Hamraborgina. Meðal þess sem boðið er upp á er ljósmyndanámskeið í Gerðarsafni, kvikmyndasýningar í Bókasafni Kópavogs, tónleikrit í Salnum og fuglasýning í Náttúrfræðistofu Kópavogs.
Logo Kópavogs

Húsnæðismál stjórnsýslu Kópavogs

Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs þriðjudaginn 23. febrúar lagði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs fram tillögu fyrir hönd meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar að farið verði í breytingar á húsnæði bæjarskrifstofa Kópavogs sem rúmast innan gerðar fjárhagsáætlunar. Tillagan var samþykkt með 9 atkvæðum af 11 í bæjarstjórn Kópavogs.