Fréttir & tilkynningar

Fjör á Ormadögum í Kópavogi.

Sumardagurinn fyrsti í Kópavogi

Mikið er um að vera í Kópavogi sumardaginn fyrsta. Eins og venja er stendur skátafélagið Kóparnir fyrir dagskrá. Hún hefst með skrúðgöngu frá Digraneskirkju klukkan 13.30 í Fífuna, skátarnir og Skólahljómsveit Kópavogs leiða gönguna.
Frá uppsetningu útskriftarsýningu LHÍ í Gerðarsafni 2016.

Útskriftarnemar LHÍ sýna í Kópavogi

Útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist frá Listaháskóla Íslands verður opnuð í Gerðarsafni laugardaginn 16. apríl. Þá fara tíu útskriftartónleikar nema úr tónlistardeild LH fram í Salnum. Viðburðirnir eru liður í útskriftarhátíð LHÍ sem líkt og undanfarin ár fer fram í menningarhúsum Kópavogs. Ókeypis er inn á alla þessa viðburði og eru allir velkomnir.
Fegrum Kópavog saman logo

Vorhreinsun í Kópavogi

Íbúar í Kópavogi eru hvattir til að leggja Kópavogsbæ lið í vorhreinsun á bæjarlandi sem skipulögð er við lóðir grunnskólanna í bænum laugardaginn 16. apríl, mánudaginn 18. apríl og þriðjudaginn 19. apríl.
Sigurjón Emil, Ísak Dan, Audrius og Runólfur Bjarki í Vinnuskólanum í Kópavogi sumarið 2014.

Vinnuskólinn opnar fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Kópavogs. Allir unglingar sem búsettir eru í Kópavogi og verða fjórtán til sautján ára á árinu fá vinnu í Vinnuskólanum. Boðið er upp á þá nýbreytni að þessu sinni, til hagræðingar fyrir nemendur, að allir geta valið sér vinnutímabil. Umsóknarfrestur er til 5. maí.
Styrkþegar menningarstyrkja Kópavogs 2016 ásamt lista- og menningarráði.

Menningarstyrkir Kópavogs afhentir

Menningarstyrkir í Kópavogi voru afhentir við hátíðlega athöfn í Salnum 6. apríl. Alls fimmtán aðilar, einstaklingar, hópar, hátíðir og samtök fá styrk úr lista- og menningarsjóði í ár.
Landnemar í Kópavogi, rit Sögurfélags og Héraðsskjalasafns Kópavogs.

Landnemar í Kópavogi

Bræðurnir Finnjón og Sveinn Mósessynir og frumbýlingsár þeirra í Kópavogi er umfjöllunarefni ritsins Landnemar í Kópavogi eftir Leif Reynisson sagnfræðing. Ritið er fjórða í ritröð Sögufélags Kópavogs og Héraðsskjalasafns Kópavogs.
Theodór Júlíusson heiðurslistamaður 2014, Jón Adolf Steinólfsson bæjarlistamaður 2015, Ragnar Th. S…

Auglýst eftir bæjar- og heiðurslistamanni

Lista- og menningarráð Kópavogs auglýsir eftir umsóknum eða ábendingum um bæjarlistamann Kópavogs og heiðurslistamann Kópavogs.
Frá undankeppni Nótunnar 2016 sem haldin var í Salnum: Hekla Hlíðkvist Hauksdóttir og Viktoría Rós …

Skólahljómsveit Kópavogs á Nótunni

Hekla Hlíðkvist Hauksdóttir og Viktoría Rós Bjarnþórsdóttir úr Skólahljómsveit Kópavogs voru valdar til þátttöku í lokahátíð Nótunnar sem fer fram þann 10. apríl næstkomandi í Hörpu. Þær voru hlutskarpastar í sínum flokki í undankeppni tónlistarskóla á suðvesturhorni landsins, sem var haldin 13. mars í Salnum í Kópavogi.
Frá Ormadögum í Kópavogi 2015, barnamenningarhátíð Kópavogs.

Barnamenning sumardaginn fyrsta

Menningarhúsin í Kópavogi; Bókasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Tónlistarsafn Íslands og Gerðarsafn verða opin á sumardaginn fyrsta og bjóða fjölbreytta menningardagskrá fyrir börn á öllum aldri kl. 11:00 – 17:00.
Á myndinni eru frá vinstri: Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, Ármann Kr. Ól…

Þróa nýtt kerfi fyrir heimaþjónustu

Kópavogsbær skrifaði undir samning í dag við hugbúnaðarfyrirtækið Curron sem vinnur að þróun nýs kerfis fyrir heimaþjónustu sveitarfélaga.