- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf fyrir átján ára og eldri hjá Kópavogsbæ. Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi eigi lögheimili í Kópavogi og sé fæddur 1998 eða fyrr. Tekið verður við umsóknum til 4. apríl og er stefnt að því að öllum umsækjendum verði svarað í byrjun maí. Störfin eru af margvíslegum toga og er sótt um þau rafrænt í gegnum umsóknarvef Kópavogsbæjar.
Um helmingur starfanna eru verkamannastörf við þjónustumiðstöð og íþróttavelli bæjarins en einnig eru ráðnir fjölmargir stjórnendur svosem flokkstjórar, leiðbeinendur og aðstoðarleiðbeinendur í Vinnuskóla og á ýmsum sumarnámskeiðum svo eitthvað sé nefnt. Reynt verður að bjóða öllum umsækjendum störf, þó þau verði ekki endilega þau sem sótt er um. Í fyrra voru um 550 manns ráðnir í sumarstarf hjá bænum.
Allir 14-17 ára unglingar, fæddir 1999-2002, sem eftir því óska, fá sumarvinnu í Vinnuskóla Kópavogs. Áætlanir gera ráð fyrir að ríflega 900 unglingar komi þar til vinnu í sumar. Opnað verður fyrir umsóknir í vinnuskólann í apríl. Verður það auglýst hér á vef bæjarins.