- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Alls sóttu tæplega 45.000 gestir viðburði á síðustu Vetrarhátíð sem fór fram dagana 4. – 7. febrúar og eru það þriðjungi fleiri gestir en á síðasta ári og ein besta þátttaka á hátíðinni frá upphafi en þetta er í 14. skipti sem hún var haldin. Hátíðin fór fram í öllum sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og stóð í fjóra daga. Í menningarhúsunum í Kópavogi og sundlaugum Kópavogs var boðið upp á fjölbreytta dagskrá á Safna- og sundlauganótt.
Fjöldi viðburða á Vetrarhátíð var um 150 og fóru þeir fram á söfnum, í sundlaugum, menningarstofnunum, hjá sjálfstætt starfandi listhópum og fjölmörgum öðrum. Alls hlóðu 20.000 manns niður, Slettireku, ljóslistaverki hátíðarinnar og léku sér á glerhjúpi Hörpu. Snjófögnuðurinn á Arnarhóli var færður frá fimmtudegi til föstudags vegna veðurs en alls sóttu 850 manns viðburðinn.
Gestum Safnanætur fjölgaði milli ára og voru tæplega 16.000 talsins. Gestum Sundlauganætur fjölgaði einnig og voru tæplega 5.000 talsins. Fella þurfti niður dagskrá í Bláfjöllum á sunnudegi vegna veðurs og var viðburðurinn fluttur að hluta til í Skálafell þangað sem rúmlega 600 manns lögðu leið sína. Á síðasta ári hófu sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að starfa saman að Vetrarhátíð og í ár var samstarfið aukið enn frekar á vettvangi viðburðarhalds og kynningarmála.
Sveitarfélögin unnu til að mynda saman á vettvangi íþrótta-og tómstundamála og samgöngu- og menningarmála. Þá samræmdu sveitarfélögin kynningarmál sín gagnvart erlendum ferðamönnum og kynntu hátíðina undir yfirskriftinni Reykjavík loves. Megintilgangur Vetrarhátíðar er að skapa skemmtun í skammdeginu og gefa fólki tækifæri til að njóta menningar og samveru á höfuðborgarsvæðinu. Meginstoðir hátíðarinnar eru Safnanótt, Sundlauganótt, Snjófögnuður og Ljóslistaverk.
Almenn ánægja var með hátíðina og framkvæmd hennar í ár meðal íbúa borgarinnar og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ákveðið hefur verið að næsta Vetrarhátíð verði haldin dagana 2. – 5. febrúar 2017.