- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma að kaupa Digranesveg eitt fyrir stjórnsýslu Kópavogs á fundi sínum 22. mars. Kaupverð eru 585 milljónir króna. Bæjarstjórn samþykkti við sama tækifæri að innrétta Hressingarhælið við Kópavogstún fyrir fundi bæjarstjórnar og móttökur.
Fram kom í máli bæjarfulltrúa á fundi bæjarstjórnar mikil ánægja með niðurstöðu í málefnum húsnæðis stjórnsýslunnar. Bent var á hún væri hagkvæm fjárhagslega, aðgengi að húsinu væri gott og nýtt húsnæði ætti eftir að vera til mikilla bóta fyrir starfsfólk.
„Ég er afar ánægður með þessa niðurstöðu. Húsið hentar stjórnsýslunni vel, staðsetningin er góð og húsið eitt af kennileitum bæjarins. Þá kostar það minna en áætlaðar viðgerðir á bæjarskrifstofunum og við losnum við áhættuna sem fylgir því að gera upp gömul hús. Slíkar viðgerðir fara nær undantekningarlaust fram úr áætlun,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.
Stjórnsýsla Kópavogs mun flytja smám saman í húsið, hluti þess losnar í maí og þá mun hluti fjármála- og stjórnsýslusviðs flytja í húsið. Fyrirhugað er að selja núverandi húsnæði stjórnsýslunnar við Fannborg 2 og 4 en nýta áfram Fannborg 6 fyrir hluta hennar.