Fréttir & tilkynningar

Glaðheimar í Kópavogi.

Nýtt hverfi rís í Kópavogi

Nýtt hverfi, Glaðheimar, rís í Kópavogi á næstu árum. Hverfið mun rísa í nokkrum áföngum og hafa lóðir í fyrsta hlutanum, austurhlutanum verið auglýstar til umsóknar. Í Glaðheimum munu rísa tæplega 300 íbúðir í fjölbýli þegar svæðið er fullbyggt. Þetta nýja hverfi rís við hlið gróinna hverfa í Kópavogi, við Lindahverfi, austan Reykjanesbrautar og Smárahverfis. Það hefur því þá sérstöðu á meðal nýbyggingahverfa að öll þjónusta er til staðar fyrir framtíðar íbúa hverfisins.
Starfsmennirnir heiðraðir

Níu heiðruð fyrir starf í 25 ár hjá bænum

Níu úr úr starfsliði Kópavogsbæjar áttu 25 ára starfsaldursafmæli á síðasta ári og voru af því tilefni heiðruð við hátíðlega athöfn í bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar. Bæjarstjóri, Ármann Kr. Ólafsson, flutti ávarp og þakkaði þeim farsæl störf hjá bænum. Þá afhenti bæjarstjóri þeim úr með áletruðum upphafsstöfum.
Norma Dögg Róbertsdóttir íþróttakona Kópavogs 2014 og Birgir Leifur Hafþórsson íþróttakarl Kópavogs…

Íþróttakona og íþróttakarl Kópavogs 2014

Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og Norma Dögg Róbertsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2014. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Reiðhöll Spretts 8. janúar. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá Kópavogsbæ.
Myndlist

Andvari og Stúdíó Gerðar

Sorphirðudagatal Kópavogs 2015

Sorphirðudagatal Kópavogs 2015

Sorphirðudagatal Kópavog (PDF skjal)s fyrir árið 2015 liggur fyrir. Á dagatalinu eru hverfi bæjarins litamerkt og litapunktar sína á hvaða dögum tunnur eru tæmdar í viðkomandi hverfum. Þá er einnig yfirlit yfir staðsetningu grenndargáma á kortinu. Athugasemdir eða ábendingar skulu berast Þjónustumiðstöð Kópavogs í síma 570 1660.
Kópavogsbær

Auglýst eftir umsóknum um menningarstyrki

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr lista- og menningarsjóði.
Hamrabrekka í tillögu ASK arktitekta.

Auðbrekkan breytir um svip

Auðbrekkusvæðið í Kópavogi fær nýja ásýnd og nýtt hlutverk þegar skipulag svæðisins verður tekið til endurskoðunar.
Listaverk í Kópavogi

Frestur rennur út 21. desember

Frestur til að skila inn ljóðum í ljóðasamkeppnina Ljóðstafur Jóns úr Vör rennur út 21. desember.
Snjómokstur í Kópavogi í desember 2014.

Snjómokstur í Kópavogi

Ný kort sem sýna snjómokstur í Kópavogi eru komin á heimasíðu bæjarins. Kortin sýna hvaða leiðir eru í forgangi í mokstri og söndun gatna í bænum.
Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

Fjárhagsáætlun Kópavogs 2015

Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2015 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gærkvöld.