Fréttir & tilkynningar

Karen E. Halldórsdóttir formaður lista- og menningarráðs, Dagur Hjartarson handhafi Ljóðstafs Jóns …

Dagur Hjartarson fær Ljóðstaf Jóns úr Vör

Dagur Hjartarson skáld hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör í ár fyrir ljóð sitt Haustlægð. Úrslitin í ljóðasamkeppninni voru kynnt við hátíðlega athöfn í Salnum 21. janúar, á fæðingardegi Jóns úr Vör. Um 300 ljóð bárust í ljóðasamkeppnina sem var nú haldin í fimmtánda sinn. Í dómnefnd voru Anton Helgi Jónsson skáld, Ásdís Óladóttir skáld og Bjarni Bjarnason rithöfundur.
Starfsfólk Kópavogsbæjar heiðrað fyrir að hafa náð 25 ára starfsaldursafmæli 2015. F.v. Aldís Sigur…

Átta heiðraðir fyrir 25 ára starf

Átta starfsmenn Kópavogsbæjar sem áttu 25 ára starfsaldursafmæli á síðasta ári voru heiðraðir fyrir störf sín við hátíðlega viðhöfn í bæjarstjórnarsal Kópavogs. Bæjarstjóri, Ármann Kr. Ólafsson, flutti ávarp og þakkaði þeim farsæl störf hjá bænum. Þá afhenti bæjarstjóri þeim úr með áletruðum upphafsstöfum.
Andlit Jóns úr Vör prýðir húsgafl í Auðbrekku í Kópavogi.

Dagar ljóðsins í Kópavogi

Ljóðahátíð menningarhúsa Kópavogs hefst 16. janúar með ljóðasmiðju fyrir börn á aldrinum 9 til 12 ára í Bókasafni Kópavogs. Hápunktur hátíðarinnar fer fram í Salnum 21. janúar, á fæðingardegi Kópavogsskáldsins Jóns úr Vör, en þá verða kynnt úrslit í ljóðasamkeppni Ljóðstafs Jóns úr Vör og Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs.
Horft í norður yfir Auðbrekkusvæði.

Uppbygging Auðbrekkusvæðis hefst

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma rammasamkomulag við fasteignafélagið Lund um uppbyggingu Auðbrekkusvæðisins á fundi bæjarstjórnar í dag, þriðjudaginn 12. janúar. Með samkomulaginu er tryggt að áherslur sem fram komu í skýrslu þverpólitískrar húsnæðisnefndar nái fram að ganga á svæðinu.
Íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2015 á íþróttahátíð Kópavogs, frá vinstri: Ármann Kr…

Íþróttakona og íþróttakarl Kópavogs

Fanndís Friðriksdóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki og Jón Margeir Sverrisson sundmaður úr Ösp/Fjölni voru kjörin íþróttakona og íþróttakarl Kópavogs fyrir árið 2015. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Íþróttahúsi Smárans 11. janúar.
Kvígan Lukka og nýbýlið Lundur á sjötta áratugnum. Lundur stóð neðan Nýbýlavegar, þar er í dag fjöl…

Myndavefur Kópavogs opnar

Myndavefur Kópavogs hefur verið opnaður. Á honum er að finna gamlar myndir og myndskeið úr Kópavogi sem sýna bæinn á ýmsum tímum.
Aftari röð: Silja Ingólfsdóttir Rauða krossinum í Kópavogi, Ármann Kr. Ólafsson, David Lynch formað…

Félagasamtök fá jafnréttisviðurkenningu

Mæðrastyrksnefnd í Kópavogi og Rauði krossinn í Kópavogi hljóta viðurkenningu jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs árið 2015. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti viðurkenninguna í bæjarstjórnarsal Kópavogs.
Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

Íbúar fjalli um bæjarskrifstofur

Bæjarstjórn samþykkti einróma á bæjarstjórnarfundi 15. desember að tillögur starfshóps um húsnæði bæjarskrifstofa Kópavogs verði lögð fyrir rýnihópa íbúa í byrjun næsta árs. Þá verði tillögur hópsins kynntar á íbúafundi þegar vinnu rýnihópa er lokið.
Menningarhúsin í Kópavogi.

Óperudagar í Kópavogi

Óperudagar í Kópavogi er ný óperuhátíð sem haldin verður dagana 1.-5. júní 2016 í Kópavogi. Hún er skipulögð af ungu tónlistarfólki í nánu samstarfi við Kópavogsbæ en markmiðið er að breyta Kópavogsbæ í óperusvið í nokkra daga og bjóða gestum og gangandi upp á fjölbreytta dagskrá á sem flestum stöðum.
Jólagleði við menningarhúsin í Kópavogi

Jólasmiðjur og tónleikar í menningarhúsum

Menningarhúsin í Kópavogi iða af lífi á aðventunni og eru ókeypis jólalistasmiðjur og tónleikar í Bókasafni Kópavogs og Gerðarsafni, listasafni Kópavogs.