21.01.2016
Dagur Hjartarson fær Ljóðstaf Jóns úr Vör
Dagur Hjartarson skáld hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör í ár fyrir ljóð sitt Haustlægð. Úrslitin í ljóðasamkeppninni voru kynnt við hátíðlega athöfn í Salnum 21. janúar, á fæðingardegi Jóns úr Vör. Um 300 ljóð bárust í ljóðasamkeppnina sem var nú haldin í fimmtánda sinn. Í dómnefnd voru Anton Helgi Jónsson skáld, Ásdís Óladóttir skáld og Bjarni Bjarnason rithöfundur.