- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist frá Listaháskóla Íslands verður opnuð í Gerðarsafni laugardaginn 16. apríl. Þá fara tíu útskriftartónleikar nema úr tónlistardeild LH fram í Salnum. Viðburðirnir eru liður í útskriftarhátíð LHÍ sem líkt og undanfarin ár fer fram í menningarhúsum Kópavogs. Ókeypis er inn á alla þessa viðburði og eru allir velkomnir.
Sýningin í Gerðarsafni stendur til 8. maí en útskriftartónleikarnir eru í Salnum á tímabilinu 29. apríl til 22. maí. Markmið bæjarins með samstarfinu við LHÍ er að efla menningarlífið í Kópavogi og styðja við bakið á ungu og efnilegu listafólki.
Á sýningunni í Gerðarsafni má sjá afrakstur tveggja ára háskólanáms á meistarastigi þar sem hönnuðir og myndlistarmenn hafa fengið tækifæri til að þróa og styrkja rannsóknir sínar á viðkomandi fagsviðum. Í Salnum eru tónleikar útskriftarnemanna af ýmsum toga. Flutt verða ný verk eftir tónsmíðanemendur, auk þess sem fram koma einsöngvarar og hljóðfæraleikarar.
Þrettán nemendur leggja fram verk sín í hönnun eða myndlist. Þau eru: Ananda Serné, Anna Guidice, Anne Rombach, Claire Paugham, Eusun Pak, Inga María Brynjarsdóttir, Ma Pengbin, María Dalberg, Shui Yi, Sinéad Mccarron, Veronika Geiger, Þórdís Jóhannesdóttir og Þröstur Valgarðsson. Sýningarstjóri er Daníel Björnsson.
Flytjendur á tónleikunum í Salnum eru: Flóki Einarsson, tónsmíðar, Hekla Finnsdóttir, fiðla, Jón Gabríel Lorange og Kristinn Roach Gunnarsson, tónsmíðar, Þórarinn Guðnason, tónsmíðar, Daníel Helgason, tónsmíðar, Lilly Rebekka Steingrímsdóttir, flauta, Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, söngur, Lilja María Ásmundsdóttir, píanó, María Jónsdóttir, flauta og Stefán Ólafur Ólafsson klarinett.