Fréttir & tilkynningar

Fjölskyldustund verður í menningarhúsum Kópavogs í allan vetur.

Hausthátíð menningarhúsanna

Haustinu er fagnað með opnu húsi í menningarhúsum Kópavogs á laugardag
Handhafar umhverfisviðurkenningar Kópavogsbæjar 2016.

Hveralind gata ársins 2016

Umhverfisviðurkenningar umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar voru afhentar í Salnum fimmtudaginn 25. ágúst. Kynnt var val á götu ársins, Hveralind, en auk þess voru veittar sjö viðurkenningar fyrir hönnun og umhverfi.
Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

Lánshæfismat Kópavogs hækkar

Lánshæfismat Kópavogsbæjar hækkar um eitt þrep í mati Reitunar á lánshæfi bæjarins. Matið hækkar í i.A1 úr i.A2. Þessi hækkun er tilkomin vegna áframhaldandi lækkunar skuldahlutfalls og styrkingu efnahags sveitarfélagsins, góðs rekstrar, góðrar eftirspurnar eftir lóðum og ágætum horfum í efnahagsmálum.
Nemendur í Hörðuvallarskóla

Skólarnir að hefjast á ný

Grunnskólar Kópavogs verða settir mánudaginn 22. ágúst.
Fulltrúar frá vinabæ Kópavogs í Finnlandi, Tampere, ásamt Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra.

Vinabæjarheimsókn í Kópavogi

Átján fulltrúar frá vinabæ Kópavogs í Finnlandi, Tampere, sóttu bæjarfélagið heim fimmtudaginn 4. ágúst síðastliðinn.
Listamennirnir að störfum

Ungir listamenn sýna útskurðarverk

Sýningin Sameining verður opnuð anddyri Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs, miðvikudaginn 11. maí kl.16:00, á afmælisdegi Kópavogsbæjar.
Garðlönd til leigu

Garðlönd á sex stöðum í bænum

Hægt er að sækja um garðlönd til leigu á sex stöðum í Kópavogsbæ. Hver skiki er 25 fermetrar að stærð og er leigugjald 4.700 krónur.
Skapandi sumarstörf í Kópavogi 2016

Lokahátíð Skapandi sumarstarfa

27 listamenn sýna afrakstur vinnu sinnar fimmtudaginn 21. júlí klukkan 18 á lokahátíð Skapandi sumarstarfa í Kópavogi.
Frá Símamótinu í fótbolta 2016.

Fjölmennt Símamót í Kópavogi

Alls taka um 2000 þátttakendur þátt í Símamótinu í fótbolta sem fram fer í Kópavogsdal frá 14.-17. júlí.
Ljósmynd úr Myndasafni KSÍ

París í Kópavogi á sunnudag

Leikur Íslands gegn Frakklandi í átta liða úrslitum á EM verður sýndur í beinni á risaskjá á Rútstúni í Kópavogi sunnudaginn 3. júlí. Knattspyrnufélögin í Kópavogi, Breiðablik og HK, standa fyrir viðburðinum í samvinnu við Kópavogsbæ.