Fréttir & tilkynningar

Börn við listsköpun í Gerðarsafni í Kópavogi.

Menningarfræðsla efld í Kópavogi

Menningarhúsin í Kópavogi bjóða upp á metnaðarfulla dagskrá fyrir nemendur bæjarins á öllum stigum grunnskóla í vetur. Þetta er umfangsmesta heimsóknarverkefni sem sett hefur verið saman í bænum og er samstarfsverkefni sex ólíkra stofnana, sem allar eiga það sameiginlegt að hafa ýmislegt forvitnilegt og fræðandi fram að færa.
Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

Kópavogur vill taka á móti flóttafólki

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma á fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 8. september að taka á móti flóttafólki og var bæjarstjóra falið að koma afstöðu bæjarins á framfæri við Velferðarráðuneytið.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogs og Alexandra Björk Magnúsdóttir nemandi 9. bekk í Hörðuv…

Nemendur í Kópavogi fá spjaldtölvur

Alexandra Björk Magnúsdóttir, elsti nemandi 9. bekkjar Hörðuvallaskóla, tók við fyrstu spjaldtölvunni fyrir hönd nemenda í 8. og 9. bekk skólans í morgun.
Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

Árshlutareikningur Kópavogsbæjar 2015

Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar á fyrri hluta árs var í samræmi við fjárhagsáætlun. Að jafnaði kemur rekstur fyrri hluta árs verr út en á seinni hluti vegna þess að á fyrri hluta árs falla aðeins um 48-49% af skatttekjum ársins en stærri hluti útgjalda á ákveðnum sviðum.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi, Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og A…

Þjóðarsáttmáli um læsi undirritaður

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi og Arnar Björnsson frá Heimili og skóla undirrituðu Þjóðarsáttmála um læsi í Kópavogi föstudaginn 28. ágúst. Undirritunin fór fram í Salnum í Kópavogi að viðstöddum skólastjórum, starfsfólki menntasviðs og bæjarfulltrúum.
Handhafar umhverfisviðurkenninga Kópavogsbæjar árið 2015.

Baugakór gata ársins í Kópavogi

Umhverfisviðurkenningar umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar voru afhentar í Salnum fimmtudaginn 27. ágúst. Kynnt var val á götu ársins, Baugakór, en auk þess voru veittar tólf viðurkenningar fyrir hönnun og umhverfi. Í Baugakór afhjúpaði Margrét Friðriksdóttir, forseti bæjarstjórnar, viðurkenningakjöld og flutti ávarp. Margrét, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Hjördís Ýr Johnson formaður umhverfis- og samgöngunefndar gróðursettu svo tré íbúum götunnar til heiðurs. Bæjarstjórn Kópavogs valdi götu ársins á bæjarstjórnarfundi fyrr í sumar.
Logo Kópavogs

Nemendur í 8. og 9. bekk fá spjaldtölvur

Nemendur í áttunda og níunda bekk í Kópavogi fá afhentar spjaldtölvur mánudaginn 7. september. Þá verða tæplega 900 tæki afhent en spjaldtölvuvæðing grunnskóla í Kópavogi hefst með þessum tveimur árgöngum.
Hörðuvallaskóli

4.700 börn í skólum Kópavogs

4.700 börn setjast á skólabekk í grunnskólum Kópavogs þegar skólar verða settir í bænum. Það er nær 200 börnum fleiri en voru í grunnskólum Kópavogs í fyrra. Um 540 börn hefja nám í fyrsta bekk sem er fjölmennasti árgangur grunnskóla bæjarins.
Kópavogsbær óskar eftir nöfnum á 16 götur í Smiðjuhverfi, kortið sýnir hvaða götur þetta eru.

Nafnasamkeppni um Smiðjuhverfi

Kópavogsbær óskar eftir tillögum að nýjum götunöfnum í Smiðjuhverfi en bærinn og Hagsmunasamtök fyrirtækja í Smiðjuhverfi hafa tekið höndum saman og efna nú til samkeppni um ný götunöfn í Smiðjuhverfi.
Sex ára börn í sumardvöl í Salaskóla.

Sumardvöl í skólum fyrir sex ára börn

Ríflega 400 börn í Kópavogi sem eru fædd árið 2009 og hefja skólagöngu í haust sækja nú dægradvöl í skólum sínum. Hugmyndin er að skapa samfellu milli skólastiga, börnin útskrifast úr leikskóla fyrir sumarfrí en fá tvær vikur í sumardvöl dægradvalar í skólunum sínum. Markmiðið Kópavogsbæjar með því að bjóða upp á þjónustuna er að stuðla að vellíðan, öryggi og jákvæðri aðlögun barnanna að umhverfi grunnskólanna áður en kennsla hefst. Meðal þess sem bryddað hefur verið upp á í vikunni er sameiginleg Heiðmerkurferð skólabarnanna.