- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Hekla Hlíðkvist Hauksdóttir og Viktoría Rós Bjarnþórsdóttir úr Skólahljómsveit Kópavogs voru valdar til þátttöku í lokahátíð Nótunnar sem fer fram þann 10. apríl næstkomandi í Hörpu. Þær voru hlutskarpastar í sínum flokki í undankeppni tónlistarskóla á suðvesturhorni landsins, sem var haldin 13. mars í Salnum í Kópavogi.
Á tónleikunum komu fram fjöldi nemenda úr ýmsum tónlistarskólum af suðvesturhorni landsins til að leika sín fínustu verk og keppast um að fá að koma fram á lokahátíð Nótunnar.
Skólahljómsveit Kópavogs sendi tvö atriði á tónleikana, annarsvegar 20 manna talkór sem flutti tónverkið Banglestur og hins vegar flautudúett, en þar léku Hekla Hlíðkvist Hauksdóttirog Viktoría Rós Bjarnþórsdóttirtónverkið Concertante Sonate eftir Franz Anton Hoffmeister.
Tónleikarnir þóttu almennt ganga mjög vel og voru mörg tónverk mjög vel flutt og efnisskráin mjög vönduð. Þær stöllur Viktoría og Hekla urðu síðan hlutskarpastar í sínum flokki og fá því þann heiður að spila tónverkið sitt í Hörpu á lokahátíð Nótunnar þann 10. apríl.
Þess má geta að Skólahljómsveit Kópavogs hefur átt fulltrúa á lokahátíðinni í öll þau skipti sem Nótan hefur verið haldin utan einu sinni.