Hjólastólaróla við Dalsmára

Rólan er staðsett á leiksvæði norðan við Dalsmára, austan við Sporthúsið.
Rólan er staðsett á leiksvæði norðan við Dalsmára, austan við Sporthúsið.

Hjólastólarólu hefur verið komið upp í Smárahverfi en rólan er ein af þeim verkefnum sem valin voru af íbúum í íbúalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogi síðast þegar kosið var í því, 2022. Rólan er staðsett á leiksvæði norðan við Dalsmára, austan við Sporthúsið.

 

 

Á leiksvæðinu er einnig ærslabelgur sem hefur notið mikilla vinsælda hjá þeim yngstu. Miklar umbætur hafa orðið á leiksvæðinu síðan ærslabelgurinn var tekinn í gagnið sumarið 2021 en fleiri leiktæki prýða nú reitinn ásamt göngustígum og mjúku undirlagi.

 

 

Kópavogsbær vinnur að aðgengismálum leiksvæða bæjarins og er nú staðið í framkvæmdum á leiksvæði við Ársalir þar sem annarri hjólastólarólu verður komið fyrir. Framkvæmdum mun ljúka á næstu dögum.

 

 

Næst verður hugmyndum í íbúalýðræðisverkefninu  Okkar Kópavogi safnað í haust og kosið í ársbyrjun 2025.