Verkefnið Kveikjum neistann verður innleitt í 1. og 2. bekk Lindaskóla á næsta ári og var undirritaður samningur þess efnis í vikunni af Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs, Margréti Ármann skólastjóra Lindaskóla og Helga Rúnari Óskarssyni stjórnarformanni Setursins.
Opið hús um tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir göngu- og hjólastíg um Kópavogsháls verður miðvikudaginn 29.maí frá 16.30 til 17.30 í Bæjarskrifstofum, Digranesvegi 1.
Kópavogsbær lauk í dag útboði á nýjum skuldabréfaflokki KOP 24 1. Um er að ræða verðtryggt skuldabréf sem ber fasta 3,25% vexti og munu höfuðstólsafborganir ásamt vöxtum greiðast með jafngreiðslufyrirkomulagi (e. annuity) tvisvar á ári fram að lokagjalddaga þann 3. júní 2055.