Heitavatnslaust á stóru svæði á höfuðborgarsvæðinu 19.-21. ágúst

Kort sem sýnir umfang framkvæmda.
Kort sem sýnir umfang framkvæmda.

Heitavatnslaust á verður stóru svæði á höfuðborgarsvæðinu 19.-21. ágúst.  English below.

Nánar á vef Veitna og uppfærðar upplýsingar / More information and updates.

Vegna tengingar á nýrri flutningsæð hitaveitu verður lokað fyrir heita vatnið í öllum Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Breiðholti og Norðlingaholti. Framkvæmdin er fyrsti hluti af lagningu Suðuræðar 2.

 Mikilvægt er að íbúar hafi skrúfað fyrir krana til að koma í veg fyrir slys og tjón þegar vatnið kemur á aftur.  

 Við bendum húseigendum á að huga að sínum innanhússkerfum. Gott er að hafa gluggana lokaða á þessum tíma til að halda varmanum inni.   

 Þegar vatni er hleypt aftur á viðamikið lagnakerfi eftir lokun er eðlilegt að lekar geti komið upp. Í slíkum tilvikum er mikilvægt að tilkynna það svo hægt sé að bregðast við sem fyrst.   

  Nokkrar algengar spurningar og svör varðandi lokunina  

 Þarf endilega að taka allt vatnið af?  
Við skiljum vel að það komi sér illa fyrir íbúa og fyrirtæki að vera án heits vatns en því miður verður svo að vera þegar um viðamikla viðgerð er að ræða.

Hvað gerist ef vatnið er komið á hjá mér fyrir hádegi þann 21. ágúst?  
Ef heita vatnið verður komið í lag fyrir þann tíma þá mun það ekki verða tekið af aftur nema óvæntar uppákomur verði.     

Hvað ef mér finnst vera lágur þrýstingur á vatninu eftir framkvæmdina?  
Það getur tekið einhvern tíma að ná fullum þrýstingi aftur.  

Hvað ef heita vatnið er ekki komið á kl. 12:00 ? 
Við biðjum ykkur um að sýna því skilning og þolinmæði. Við uppfærum hér á síðunni eftir því sem fram vindur.      

Þarf að slökkva á innanhúskerfum og snjóbræðslu?  
Þar sem slík kerfi eru mörg og misjöfn getum við ekki svarað þessu almennt. Best er að hafa samband við pípara eða söluaðila kerfisins til að fá leiðbeiningar.  

    _________________________________________________ 

 There will be no hot water in Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur, Álftanes, Norðlingaholt and Breiðholt from Monday evening August 19th until noon on Wednesday 21st.

Due to a connection of a new main hot water pipe, there will be no hot water in a large part of the capital area as shown on the map. The project is the first part of Suðuræð 2 (in Icelandic).

It is important to turn off the taps to prevent accidents and damage when the water returns.  

We remind homeowners to check their inhouse heating systems. It's good to keep the windows closed during this time to retain heat indoors.  

When the water is restored after the shutdown, leaks may occur from the extensive piping system. In such cases, it is important to report them immediately so they can be addressed promptly.  

We will provide updates on this page.  

 Frequently Asked Questions and Answers regarding the closure:  

Do you need to turn off all the water?  
We understand that being without hot water is inconvenient for residents and businesses, but unfortunately, it is necessary for such a major project.     

What if the hot water is restored before noon on Wednesday?  
If hot water is restored before that time, it will not be turned off again unless unexpected issues arise.  

What if I experience low water pressure after the work is done?  
It may take some time to restore full pressure.     

What if hot water isn't restored by noon on Wednesday?  
We ask for your understanding and patience. We will update this page as progress is made.  

 Do I need to turn off indoor systems and snow melting?  
Since these systems vary widely, we cannot provide a general answer. It's best to contact plumbers or the system's vendors for guidance.  

 

Lesa nánar á vef Veitna