Fréttir & tilkynningar

Birta Ásmundsdóttir og Inga María Olsen skipa danshópinn Rólegan Æsing.

Lokahátíð Skapandi sumarstarfa haldin í 19. skipti

Skapandi Sumarstörf í Kópavogi veita ungu listafólki á aldrinum 20-26 ára tækifæri til að vinna að eigin listsköpun og hefur það reynst mikilvægur stökkpallur fyrir margt af efnilegasta listafólki landsins. Í sumar eru starfrækt 11 spennandi og ólík verkefni en að baki þeim standa 26 ungir listamenn úr mismunandi listgreinum.
Búast má við að röskunin verði mest á Kársnesbraut og Holtagerði.

Kársnes - Röskun á afhendingu á köldu vatni 7. ágúst

Vegna viðgerðar verður röskun á afhendingu á köldu vatni á vestanverðu Kársnesi í dag 07.08.2024.
Rósirnar skarta nú sínu fegursta.

Rósaskoðunarganga í Fossvogsdal 8. ágúst

Rósaskoðunarganga í Trjásafninu í Meltungu verður haldin næstkomandi fimmtudag 8. ágúst og hefst kl. 17.00. Gangan er skipulögð í samstarfi við Rósaklúbb Garðyrkjufélags Íslands og mæting er við Rósagarðinn í austanverðum Fossvogsdal.

Nýtt sorphirðudagatal tók gildi 1. ágúst

Nýr verktaki tók við sorphirðu í Kópavogi 1. ágúst. Í kjölfarið tók nýtt sorphirðudagatal gildi. Hirðutíðni mun haldast óbreytt fyrir alla úrgangsflokka á tveggja vikna fresti.
Hægt verður að aka hjáleið um Kársnesbraut, Nesvör og Norðurvör á meðan framkvæmdum stendur.

Lokunartilkynning Vesturvör 7. ágúst

Vegna malbiksframkvæmda verður Vesturvör á milli Hafnarbrautar og Norðurvarar lokuð á milli 9:00 og 14:00 miðvikudaginn 7. ágúst. Hægt verður að aka hjáleið um Kársnesbraut, Nesvör og Norðurvör á meðan framkvæmdum stendur.
Skúlptúrgarðurinn verður staðsettur við vestanvert Gerðarsafn með þremur listaverkum eftir Gerði.

Afmælishátíð í Gerðarsafni 8. ágúst

30 ára afmælishátíð Gerðarsafns verður haldin fimmtudag 8. ágúst kl. 18.00 þar sem fagnað verður sýningaropnun, bókaútgáfu og afhjúpun skúlptúrgarðs.

Röskun á afhendingu á köldu vatni 2. ágúst

Vegna viðgerðar verður töluverð röskun á afhendingu köldu vatni á Kársnesinu 02.08.2024. Lokunin verður mest í Sæbólshverfinu, Hraunbraut, Hófgerði, Kastalagerði og Skólagerði. Vonast er til að viðgerð gangi vel en búast má við röskun fram eftir degi. Beðist er velvirðingar á óþægindunum.
Afrakstur sumarvinnu lishópanna verður sýndur í Salnum 7. ágúst.

Uppskeruhátíð Skapandi sumarstarfa verður 7. ágúst

Skapandi sumarstörf í Kópavogi bjóða til glæsilegrar uppskeruhátíðar í Salnum í Kópavogi fimmtudag 7. ágúst. Þar verður afrakstur sumarsins sýndur á stóra sviðinu og í anddyri Salsins. Húsið opnar kl. 19:30 þar sem básar listhópanna verða opnir og dagskrá á sviði hefst svo kl. 20:00.
Skreyttu ljósastaurarnir eru staðsettir við Urðarbraut, vestan við Sundlaug Kópavogs.

Ekki bara málað á veggi

Vegglistahópur á vegum Skapandi sumarstarfa í Kópavogi hefur unnið hörðum höndum í sumar við að skreyta veggi bæjarins. Ásamt því að spreyja og mála á veggi hefur hópurinn einnig spreytt sig á óhefðbundnari flötum en skreyttir ljósastaurar hafa vakið sérstaka athygli vegfarenda.

Tilkynning um förgun gáma og annarra lausafjármuna

Á geymslusvæði á vegum Kópavogsbæjar hafa safnast upp gámar og aðrir lausafjármunir sem fjarlægðir hafa verið af hálfu heilbrigðisnefnd sveitarfélagsins. Nú stendur til að farga greindum gámum og lausafjármunum sem enn eru staðsettir á geymslusvæði Kópavogsbæjar og hefur enn ekki verið vitjað.