- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Sýningaropnun, bókaútgáfa og afhjúpun skúlptúrgarðs í Gerðarsafni
Í tilefni 30 ára afmælis Gerðarsafns opnar sýningin Hamskipti sem varpar ljósi á einstaka arfleið Gerðar Helgadóttur í íslenskri myndlist sem ber vitni um djúpa leit hennar að fagurfræðilegum sannleika. Sýningartjóri er Cecilie Cedet Gaihede. Sýningin leggur ríka áherslu á skúlptúr og varpar ljósi á sköpunarkraft, framúrstefnu og tilraunamennsku listakonunnar, margbreytileika verkanna og fjölbreyttan efnivið.
30 ára afmælishátíð Gerðarsafns verður haldin fimmtudag 8. ágúst kl. 18.00 en við sama tilefni verður útgáfu bókarinnar Leitað í tómið - Listferill Gerðar Helgardóttur fagnað. Bókin er safn fræðigreina þar sem listakonunni er fylgt í hringiðu módernismans í París og skoðaðar eru tengingar hennar við aðra listamenn og staða hennar í samtíma sínum.
Síðast en ekki síst verður afhjúpaður nýr skúlptúrgarður við Gerðarsafn en gestir geta þá loksins borið verk Gerðar augum bæði inni í safninu og fyrir utan það - rétt eins og verkin eru sköpuð til. Verið er að leggja lokahönd á skúlptúrgarðinn en hann verður staðsettur við vestanvert Gerðarsafn með þremur listaverkum eftir Gerði.