Tilkynning um förgun gáma og annarra lausafjármuna

Tilkynning um förgun gáma og annarra lausafjármuna

 

Á geymslusvæði á vegum Kópavogsbæjar hafa safnast upp gámar og aðrir lausafjármunir sem fjarlægðir hafa verið af hálfu heilbrigðisnefnd sveitarfélagsins, sbr. c. lið 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 803/2023 um meðhöndlun úrgangs og 21. gr. reglugerðar nr. 941/2002 um hollustuhætti.

 

Nú stendur til að farga greindum gámum og lausafjármunum sem enn eru staðsettir á geymslusvæði Kópavogsbæjar og hefur enn ekki verið vitjað.

 

Skorað er á þá sem telja sig vera eigendur þessara muna að sækja þá gegn ótvíræðni sönnun á eignarhaldi og greiðslu á áföllnum gjöldum. Gefinn er frestur til 20. ágúst 2024 til að vitja greindra muna, að þeim tíma liðnum verður þeim fargað.

 

Nánari upplýsingar veitir Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar, birkir.rutsson@kopavogur.is