Rósaskoðunarganga í Fossvogsdal 8. ágúst

Rósirnar skarta nú sínu fegursta.
Rósirnar skarta nú sínu fegursta.

Rósaskoðunarganga í Trjásafninu í Meltungu verður haldin næstkomandi fimmtudag 8. ágúst og hefst kl. 17.00. Gangan er skipulögð í samstarfi við Rósaklúbb Garðyrkjufélags Íslands og mæting er við Rósagarðinn í austanverðum Fossvogsdal.

 

 

Vilhjálmur Lúðvíksson og Friðrik Baldursson verða með kynningu á Rósagarðinum í Meltungu en rósirnar þar skarta nú sínu fegursta.

 

 

Fyrir þá sem koma á bílum er best að leggja við Kjarrhólma og ganga austur að Rósagarðinum. Reykjavíkur megin er best að leggja meðfram gangstéttinni syðst í Stjörnugróf.