- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Vegglistahópur á vegum Skapandi sumarstarfa í Kópavogi hefur unnið hörðum höndum í sumar við að skreyta veggi bæjarins. Ásamt því að spreyja og mála á veggi hefur hópurinn einnig spreytt sig á óhefðbundnari flötum en skreyttir ljósastaurar hafa vakið sérstaka athygli vegfarenda.
Fjölskrúðuga veggi og undirgöng má finna víða um bæinn en ljósastaurarnir áðurnefndu eru staðsettir við Urðarbraut, vestan við Sundlaug Kópavogs. Hópurinn málaði einnig súlur við inngang að hesthúsunum í Kórahverfi.
Hópurinn samanstendur af fjórum listakonum en þær eru Elísabet María Hákonardóttir, Tinna Martinsdóttir, Martina Priehodová og Karen Ýr. Verkin eru flest sköpuð af listakonunum sjálfum eða unnin í samvinnu við eigendur veggjanna.
Samstarf hefur gengið mjög vel og þau verk sem nú eru fullkláruð hafa þegar vakið athygli bæjarbúa og vonandi mikla gleði. Hópurinn hefur haldið úti síðu á instagram undir nafninu @vegglist þar sem nálgast má frekari innsýn í starf sumarsins.