Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs og Edda Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar skrifuðu undir samning um áframhaldandi rekstur á áfangaheimili við Dalbrekku í Kópavogi.
Bæjarstjórn Kópavogs fundar í dag og er það síðasti reglulegi fundur ársins. Alls hefur bæjarstjórn fundað nítján sinnum á árinu og er fundurinn í dag því sá tuttugasti.
Á laugardag fór fram vígsla og formleg opnun nýrra skíðamannvirkja í Bláfjöllum. Við það tækifæri héldu fulltrúar sveitarfélaganna og framkvæmdaaðila stuttar tölur og gestir tóku sér ferð með nýrri stólalyftu og skoðuðu svæðið en veður var með fallegasta móti.
Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar úthlutaði styrkjum og brautargengi verkefna til 40 umsækjenda sem koma til framkvæmda í bæjarfélaginu á næsta ári. Tilkynnt var um úthlutanir í Salnum í Kópavogi fimmtudaginn 7. desember. Ráðinu bárust 71 umsóknir og úthlutaði 14.250.000 króna.
Góðar undirtektir voru við samráðsgátt Kópavogsbúa um framtíðarsýn fyrir Kópavogsdal. Samráð við íbúa er hluti af vinnu um heildarsýn fyrir Kópavogsdal en vinna við hana stendur yfir.
Farið var í lagfæringar á þakrými leikskólans Efstahjalla eftir að myglugró greindist í sýni sem tekið var í þakrými þar í nóvember og fannst í snefilmagni inni í leikskólanum.
Boginn Bogfimifélag og fyrirtækið „Verum góð“ hlutu viðurkenningu Jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs 2023. Þá var verkefninu Spjallið úthlutaður styrkur ráðsins.